Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 114
Múlaþing
Fyrsta kaupstaðarferðin mín 1907
Minnisstætt er mér þegar ég sveitabamið kom
í fyrsta sinn út á Vopnafjarðarkaupstað. Ég
var 7 ára og það var vorkauptíð. Þama voru
húsin hvert niðri í öðru. Pabbi, hvers vegna
em hér engin tún í kringum húsin, hvar hafa
þeir fjárhúsin? Hvers vegna hafa þeir ekki
kýmar undir pallinum? ofl. spumingar komu.
Þeir hafa engar skepnur, þeir búa á mölinni. A
mölinni? Hvað geta þeir haft upp úr mölinni,
og fleira var sem ég hugsaði. Getur þá ekki
bóndinn haft eitthvað upp úr mölinni heima
hjá mér líka? Ég skildi ekkert í þessari nýju
veröld. Þama úði og grúði af Færeyingum og
Frönsurum og var ég hræddur við þá.
Ég passaði hestana í plássinu, þá komu
útlendingar og fóm að skoða hestana. Ég hafði
heyrt um rán Tyrkja og varð afar hræddur og
fór að skæla, hljóp í burtu og hugsaði að reyna
að forða mér svo að mamma fengi mig aftur,
þó þeir tækju hestana. En þetta komst allt í lag
aftur, þeir rötuðu á mig og gáfu mér kökur. Þá
fór ég að athuga í kringum mig, þama komu þá
stórar langferðalestir, þetta 20 hestar í taumi
bundnir saman á töglunum og reið fýrir hverri
lest gildur skeggjaður bóndi. Þetta vom þá
þeir ríku Fjallamenn og Jökuldælingar. Þeir
börðu fótastokkinn og veifuðu gríðar miklum
pískum. Hafði ég heyrt um ríkidæmi þeirra.
Þeir áttu frá 400 - 1.000 fjár.
Á einum stað sé ég að kaupmaðurinn
heilsar með virktum einum þessara ríku
bænda, býður honum inn um alfínustu dymar.
Svo sé ég að kaupmaðurinn kemur fram í
forstofu verandar húss síns með gildan bónda
með sér. Þeir staupast og kveðjast með bugti
og beygingum. Við þennan er hann ánægður.
Nú kemur þessi bóndi út og nær engir þar sem
lest hans var og tekur annan bónda tali. Mér
þótti einkennilegt hvemig þeir töluðust við.
Þeir vom með pískana í höndunum og slógu
þeim til skiptis hver á annars öxl í bróðemi
þó, og reigðu sig og ræsktu. Hvað gaf hann
fyrir ullina? Ég sagði honum að þetta vildi ég
fá, hann yrði að ganga að eða frá. Skildist mér
að þessir ríku karlar væm vanir að þrúkka við
kaupmenn, láta kastast í kekki og sitja síðan
að sumbli sáttir saman. Var það venjan.
Eftir því sem lengra leið á þennan dag
fór ég að hafa gaman af ýmsu, sem ég sá í
kaupstaðnum. Ég veitti því eftirtekt t.d. að
fyrir augu mín bar nokkra menn, sem vom
svo fínt klæddir að þvílíkt hafði ég aldrei séð.
Svo sá ég þama kvenfólk í svo fínum kjólum
og kápum að ég varð blátt áfram stórhrifmn.
En mest bar þó á því að alls staðar vora hópar
manna í háasamtali í þjarki og þrefi. Það var
hlegið svo að glumdi í húsunum, sums staðar
var rifíst svo að lá við slagsmálum. Það var
líf í skökunni, enda var þetta á blómatíma
Vopnafjarðar, eða áður en verslunin fluttist
þaðan, sumpart til Kópaskers, sumpart til
Reyðarfjarðar eða til Þórshafnar. Hér var
alveldi hinna dönsku selstöðuverslana.
Ég ætla ekki að varpa neinum hnútum
að þessum verslunum, þótt danskar væru.
Faktorar vom íslenskir menn og góðir drengir.
Þeir vora föður mínum alltaf góðir, þeir gerðu
fátækum mikið gott og konur þeirra vom
ágætar manneskjur. Hér var hreint ekki farið
í manngreinarálit, húsin voru öllum opin,
góðgerðasemi faktorshjónanna var dásamlega
mikil. Ég held að mikið af því lasti, sem
selstöðuverslanirnar urðu fyrir hafi stafað af
því að sú var tískan að ríkir menn nutu þar
oft betri kjara. En þetta var ekki faktomnum
að kenna. Auðurinn er vald, hann var þá
líka vald í hendi hinna ríku viðskiptamanna
gagnvart faktomum, þeir gátu sett hnefann
í borðið og látið vald mæta valdi og fengið
þar með betri kjör. Ég veit ekki betur en að
það viðgangist enn í dag að sá sem kemur
með peningana í búðina getur fengið betri
kjör og ekki af ófyrirsynju. Innlend verslun
er auðvitað sjálfsögð og við getum rætt um
nýskipulag á því sviði, en við græðum ekkert
á því að vera að varpa skugga á fortíðina,
baráttu hennar og viðleitni.
112