Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 119
fíára Stefánsdóttir
Ljósmyndasafn Austurlands
opnar ljósmyndavef
Ljósmyndavefur á slóðinni
myndir.heraust.is var
opnaður 28. maí 2014. Á
vefnum eru um 55 þúsund myndir
í eigu Ljósmyndasafns Austurlands,
sem er sérstök deild innan
Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
Þar má skoða fjölbreytt myndasöfn
allt frá mannamyndum teknum
fyrir aldamótin 1900 til frétta- og
íþróttamynda frá síðari helmingi
20. aldar.
Vefurinn er afrakstur sérstaks
átaksverkefnis um skönnun og
skráningu ljósmynda sem hefur
staðið yfir frá árinu 2011 með styrk
frá ríkissjóði, Fljótsdalshéraði,
Fljótsdalshreppi og fleiri aðilum.
Verkefnið er unnið í samstarfi við
Héraðsskjalasafn Ámesinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.1 Áður en lengra er haldið er
rétt að gera grein fyrir uppmna mynda hjá Ljósmyndasafninu.
Saga Ljósmyndasafns Austurlands
Ljósmyndasafn Austurlands er varðveitt hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga og rekið með
sérstöku framlagi frá Austurbrú (áður SSA), Minjasafni Austurlands og Héraðsskjalasafni.
Safnið á sér ekki sérstakt stofnár en nokkra forsögu.
Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi (SSA) árið 1972 var
Safnastofnun Austurlands (SAL) stofnuð að tillögu safnanefndar SSA og að frumkvæði
Hjörleifs Guttormssonar. Hlutverk Safnastofnunar var að vinna að skipulegri uppbyggingu
og viðgangi safna á sambandssvæði SSA.2
Héraðsskjalasafn Austfirðinga var stofnað árið 1976 samkvæmt lögum um héraðsskjalasöfn
frá 12. febrúar 1947. Meginhlutverk þess erað safna, skrá og varðveita skjöl frá skilaskyldum
Magnhildur Björnsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir (Inga), Bára Stefáns-
dóttir, OlöfSœunn Valgarðsdóttir (Skotta) og Arndís Þorvaldsdóttir.
Inga og Skotta vinna eingöngu við að skanna og skrá myndir og setja
þœ r á Ijósmyndavefinn.
1 Hér verður ekki farið nánar í sögu og þróun ljósmyndaverkefnisins þar sem Hrafiikell Lárusson, fyrrverandi forstöðumaður Héraðsskjalasafns
Austfirðinga, ritaði um það ítarlega grein í 39. hefti Múlaþings árið 2013.
2 Hjörleifur Guttormsson. 1975. „Safnamál á Austurlandi". Múlaþing 8. hefti, s. 1-33.
117