Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 121
Ljósmyndasafn Austurlands opnar ljósmyndavef
Margrét Sigurðardóttir. Ljósm. Johan Margrét Sigurðardóttir. Ljósm. Eyjólfur
Holm-Hansen. Ljósmyndasafn Jónsson. Ljósmyndasafn Austurlands,
Austurlands, 70-4782. 70-1344.
Merkar myndir
Erlendir gestir eiga heiðurinn af fyrstu ljósmyndunum sem voru teknar á íslandi. Fyrsti
íslendingurinn sem lærði ljósmyndun var Helgi Sigurðsson (f. 1815 d. 1888) bóndi á Jörfa,
síðar prestur í Melasveit. Fyrsti ljósmyndarinn á Austurland, og næstur á eftir Helga, var
Siggeir Pálsson (f. 1815 d. 1866) sýslumannssonur frá Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, síðar
prestur á Skeggjastöðum í Bakkafirði. Siggeir lærði að taka daguerreótýpur í Osló árið 1857.6
Fyrstur til að gera ljósmyndun að ævistarfí á Islandi var Sigfús Eymundsson sem lærði í
Bergen 1864-1865. Hann opnaði ljósmyndastofú í Reykjavík sumarið 1867. Nicoline Weywadt
(f. 1848 d. 1921) var fyrst íslenskra kvenna til að læra og starfa sjálfstætt við ljósmyndun. Hún
lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn árin 1871-1872, tók myndir á Djúpavogi 1872-1881 og
rak ljósmyndastoíu á Teigarhomi í Berafirði 1881-1900.7 Elstu myndimar hjá Ljósmyndasafni
Austurlands eru eftir Danann Johan Holm-Hansen sem kom til Islands sumarið 1866 og
dvaldi fram á haust 1867. Hann tók myndir af fólki og landslagi á Austurlandi og í Reykjavík
á ferðalagi sínu.8 Ljósmyndasafnið á fimm ljósmyndir sem voru teknar í þessari ferð, svo
vitað sé. Ein þeirra er af Margréti Sigurðardóttir konu séra Jóns Jónssonar á Stafafelli í Lóni.
6 Smári Geirsson. 1995. Frá skipasmíði til skógargerðar. Iðnsaga Austurlands, síðari hluti. Hið íslenzka bókmenntafélag, s. 19-22.
7 Inga Lára Baldvinsdóttir. 2001. Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945. Þjóðminjasafn íslands, s. 296 og 320.
8 Sama heimild. S. 320-340.
119