Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 125
Helgi Hallgrímsson
Vigfus Sigurðsson ífá Egilsstöðum
í Fljótsdal
Vigfús Sigurðsson (1880-1943) er
einhver ljölhæfasti snillingur sem
uppi hefur verið á Austurlandi. Hann
ólst upp á Egilsstöðum í Fljótsdal og átti þar
heimili til 1922, er hann kvæntist og flutti út í
Jökulsárhlíð. Um tvítugsaldur byrjaði hann að
teikna, mála, taka myndir og leika á hljóðfæri.
A árunum 1903-1906 var hann í Reykjavík
og lærði smíðar, og hafði þær sem atvinnu, en
listina í hjáverkum. Hann bjó nokkur ár með
fjölskyldu sinni á Seyðisfirði, en flutti 1930
til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka.
Vigfús skildi eftir sig mikið safn handrita,
teikninga og gripa sem söfnin á Egilsstöðum
fengu til varðveislu 1992-93, en áður hafði
Þjóðminjasafnið eignast ljósmyndasafn hans.
Ætt og uppruni
Vigfús var fæddur á Þorgerðarstöðum í
Fljótsdal 3. ágúst 1880, sonur hjónanna
Sigurðar Hjörleifssonar og Sigurbjargar
Gunnarsdóttur. Foreldrar Sigurðar voru
Mekkín Olafsdóttir, sem kölluð var hin
skyggna, og Hjörleifur Eiríksson, sem var
tengdur Hjörleifi Árnasyni sterka, og bar
nafn hans. Foreldrar Mekkínar voru Guðrún
Oddsdóttir og Olafur sonur Þorsteins
Jónssonar á Melum í Fljótsdal, forföður
Melaættar, en móðir Guðrúnar var Ingunn
Davíðsdóttir skyggna á Skeggjastöðum í
Fellum, ættuð úr Hellisfírði, sem mjög var
fræg fyrir ófreski sína. Sigfús Sigfússon
þjóðsagnaritari var bróðursonur Guðrúnar,
þau Mekkín og hann voru því systkinabörn.
Sigurbjörg var dóttir Gunnars Hallgríms-
sonar (1819-1889), bónda og söðlasmiðs
á Bakka í Borgarfirði og Ingibjargar
Abrahamsdóttur frá Bakka. Móðir Gunnars
var Ingibjörg, dóttir Gunnars Þorsteinssonar,
er kallaður var Skíða-Gunnar vegna leikni
sinnar á skíðum, og bjó á ýmsum stöðum
í Þingeyjarþingi. Afkomendur hans kallast
Skíða-Gunnarsœtt, og lentu margir þeirra
austur á land og hlutu þar staðfestu, þar á
meðal þrír bróðursynir Ingibjargar, synir
Gunnars Gunnarssonar á Hallgilsstöðum,
Langanesi og Elísabetar Sigurðardóttur
frá Skógum, Öxarfirði, þeir voru Gunnar
snikkari á Bessastöðum, Gunnar bóndi á
Brekku, afí Gunnars skálds, og Sigurður
prófastur á Hallormsstað, afí Guttorms
skógarvarðar og Sigrúnar skólastýru. Gunnar
Hallgrímsson þótti efnilegur til náms og var
3 vetur í Bessastaðaskóla, en sneri sér þá að
verknámi. Sumrin 1841 og 1842 var hann
lýlgdarmaður Jónasar Hallgrímssonar skálds
123