Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 127
Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal
Heimilisfólkið á Egilsstöðum, líklega 1910-15. Gunnar Sigurðsson, bróðir Vigfúsar, og Bergljót Stefánsdóttir,
kona Gunnars, eru efst til vinstri, og heldur Gunnar áyngstu dóttur þeirra. Gunnþóra og Mekkín, systur Vigfúsar,
eru líklega lengst til vinstri. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, er í dyrunum. A myndinni eru 9 börn þeirra Gunnars og
Bergljótar. Ljósmynd: Vigfús Sigurðsson. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
listamaður og frumkvöðull í félagsmálum,
einkum í söng og tónlist. Ennfremur dvaldi
Sigfús Sigfússon oft hjá frændfólki sínu á
Egilsstöðum á þessum árum. Hann var 25
árum eldri en Vigfús, gagnfræðingur frá
Möðruvöllum 1891, og var farinn að safna
dulrænum sögum og þjóðlegum fróðleik,
ritaði m.a. skyggnisögur eftir Mekkínu ömmu
Vigfúsar. Þeir frændur voru á ferð saman
þegar Mekkín dó 1901 (Þjóðs. Sigf. Sigf.
1,44). Ahrifavaldar voru því nógir, en annars
var Vigfús sjálfmenntaður.
Hann virðist snemma hafa tamið sér að
ganga með vasabók og blýant, og skrifa eða
teikna ýmislegt sem hann rakst á eða komst í
kynni við. Þessar smábækur skipta nokkrum
tugum og eru þær elstu sem varðveist hafa frá
1899, þegarhann var 19 áragamall. Þar ægir
saman hvers konar fróðleik og minnisatriðum.
Mikið er þar af gamanvísum og kvæðum,
einkum þeim sem ætluð voru til söngs,
skrítlum og smásögum. Sumt af því er líklega
frumsamið. Auk þess innihalda bækurnar
fjölda smáteikninga, sem eru sumar á lausurn
blöðum. Titlar eru oft skrautritaðir og jafnvel
heilu síðurnar.
Benedikt Friðriksson í Hóli sagðist hafa
heyrt, að eitt sinn þegar Vigfús var að
smíða á Brekku í Fljótsdal, ásamt fleiri
125