Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 131
Vigfús Sigurðsson frá Egiisstöðum í Fljótsdal
Vigfús teiknaði einnig mvndir af dýrum.
um „Valþjófsstaðavífin,“ dætur Þórarins, sem
flengdu húskarlana þar á flengingardaginn, er
í vasabók hans 1911, og í vasabók 1921-22
er gamankvæði um Siggu Beck vinnukonu
á Klaustri, líklega bæði frumort. Jóhanna
í Brekkugerði kunni einnig nokkrar vísur
eftir Vigfús.
Vigfús pantaði hljóðfæri og ýmislegt
annað fyrir menn frá útlöndum, og gerði
við gömul orgel. Hann var meðlimur í
Bindindisfélagi Fljótsdæla, sem starfaði á
árunum 1890-1900, og síðasti ritari þess. Það
var undanfari Ungmennafélags Fljótsdæla,
sem var stofnað 1910. I fundargerðum þess
er hans víða getið, oftast í sambandi við
tónlist og söng, og fram kemur að hann var
söngstjóri á fúndum. Einnig teiknaði hann
merki félagsins, og svonefnt „Hörpukort“,
eins konar hlutabréf, til að safna peningum í
orgelkaupasjóð félagsins. í vasabók 1918-19
hefur hann ritað: „ Eignir h/f Harpan. Orgel
keypt fyrir kr. 280. Lagt inn í sparisjóð kr. 98.
Óinnheimt kr. 29. Samtals 397 kr. Óborguð
skuld 10 kr.“
Vigfús hefur eflaust kynnst ljósmyndun
á Seyðisfirði, því mikil tíska var að láta
mynda sig á ljósmyndastofum, jafnvel heilu
ljölskyldurnar. Strax upp úr aldamótum
fór hann að fást við ljósmyndun. Sú saga
er lífseig í Fljótsdal, að hann hafi smíðað
129