Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 132
Múlaþing
Ein qf þremur myndavélum úr eigu
Vigfúsar Sigurðssonar, sem Minjasafn Austurlands
fékk að gjöf frá sonum hans 1993. Myndavélin er líklega firá árunum
1930-40. Ljósmynd: Minjasafn Austurlands.
fyrstu myndavél sína sjálfur, og notað til þess
gler úr gleraugum Mekkínar ömmu sinnar.
I dagbókinni 1903 minnist hann alloft á
„myndakassa“ sinn, og á þar greinilega við
myndavél. Þann 5. og 6. júni ritar hann:
„málaði myndakassann minn í annað
sinn (hvítan), og sömuleiðis plötuna undir
honum, og „kassettuna““. „Eg teiknaði
mynd af fossinum við Bimuhamar, málaði
svarta kantana á myndakassanum mínum,
og svartan hólkinn. Málaði rammann á
spjaldinu aftur.“
I þá daga voru myndavélar dálitlir trékassar,
með linsu í hólk á öðrum enda, en „kassettu"
á hinum. í kassettunni var mattgler, sem linsan
varpaði myndinni á, og ljósmyndari fókúseraði
með, og breiddi yfir sig svart tjald á meðan,
skaut síðan glerplötu með ljósnæmu lagi í
stað mattglersins, og þar kom fram negatíf
mynd við framköllun í sérstökum vökva,
er síðan var kóperuð (pósitif) á ljósnæman
pappír. Linsu og kassettu hefur Vigfús orðið
að kaupa, en gat hafa smíðað kassann sjálfur.
Haustið 1908 auglýsti Eyjólfúr Jónsson, sem
rak ljósmyndastofu á Seyðisfirði, að hann
útvegaði myndavélar og önnur áhöld til
myndagerðar, og kostuðu myndavélamar frá
5 kr. upp í 300 kr. „Allir sem kaupa myndavél
hjá mér fá ókeypis tilsögn í að nota vélina.“
(Smári Geirsson, 1995, bls. 42).
130