Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 133
Vigfús Sigurðsson frá Egiisstöðum í Fljótsdal
Seinni árin fékkst Vigfús lítið sem ekkert
við ljósmyndun, en starfaði um tíma hjá
Carli Ólafssyni við að lita ljósmyndir...
Safn af filmum og plötum Vigfúsar
Sigurðssonar, alls yfir 400 myndir, er
varðveitt i Þjóðminjasafni. Fáeinar myndir
hafa verið gefnar út sem póstkort, og eina
mynd af Hengifossi stækkaði Vigfús og
litaði og gerði í nokkrum eintökum. Sú
mynd var tekin í miklum vatnavöxtum og
þykir sérstæð, enda fékk Vigfús einkaleyfi
á henni. (Smári Geirsson, 1995, bls. 63,
eftir bréfi frá Guðrúnu Kristinsdóttur,
Eg. 1994).
Af dagbók Vigfúsar má ráða að Eyjólfur
hafi annast framköllun og kóperingu á
plötum hans, og vísbending um að hann hafi
dvalið eitthvað hjá Eyjólfi. Þann 21. júní
minnist Vigfús á að sig langi til að eignast
„fixatur“, þ.e. framköllunarvökva. Með
tímanum eignaðist Vigfús góða myndavél,
líka þeim sem nú þekkjast, og vél til að sýna
skuggamyndir. Til er allmikið safn mynda
eftir hann á ljósmyndaplötum. Smári Geirsson
ritar:
„Á árunum 1902-1906 lærði Vigfús trésmíði
í Reykjavík og kynntist þá Carli Ólafssyni
Ijósmyndara þar. Hjá Carli fékk hann
leiðbeiningar um ljósmyndun, en eins aflaði
Vigfús sér fagþekkingar með lestri bóka og
blaða. Meginþorri mynda Vigfúsar er frá því
að hann kom á heimaslóðir á ný að loknu
smíðanáminu syðra, og fram undir 1930...
í bókinni Ljósmyndarar á Islandi 1845-1945,
eftir Ingu Láru Baldursdóttur, segir m.a.:
„Myndir hans [Vigfúsar] eru margar
tengdar námstímanum í Reykjavík og sýna
iðnaðarmenn að störfum i trésmiðjunni
Völundi og járnsmiðju, en eftir að hann
sneri heim á æskuslóðimar á ný, tók hann
myndir af húsakosti í Fljótsdal og fólki og
mannlífi þar. Þar á meðal em elstu myndir
frá fermingarathöfn og úr fermingarveislu,
sem þekktar eru, en veislan var haldin í
tjaldi, og eru þær frá fermingu Jóns
Þórarinssonar á Valþjófsstað árið 1910.“
(Inga Lára Baldursdóttir, 2001, bls. 63).
Vigfús segir frá því í dagbókinni 6. júlí 1903,
að hann hafí gripið í að vefa á Kleif, „en
varð því miður lítið ágengt, því vefurinn
Saga ljósmyndunar á Austurlandi var ítarlega rakin í bók Smára Geirssonar: Frá
skipasmíði til skógerðar, Iðnsaga Austurlands, síðari hluti, 1995. Þar kemur fram að
fyrsti lærði ljósmyndari austanlands var Siggeir Pálsson (1815-1866), síðast prestur á
Skeggjastöðum á Strönd. Hann ólst upp í Fljótsdal og var þar síðar við kennslu, m.a. á
Amheiðarstöðum, og kvæntist Guðlaugu dóttur Guttorms bónda þar. Undir lok 19. aldar
var blómaskeið ljósmyndunar á Austurlandi. Þá lifðu þar og störfðuðu 14 ljósmyndarar,
eða um helmingur þeirra sem þá voru á íslandi, og meðal þeirra voru ijórar konur. Upp
úr aldamótum fór þeim að fækka, en lengi vel héldust tvær stofur á Seyðisfírði og ein
á Eskifírði.
131