Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 136
Múlaþing
Titilsíða vasabókar 1929.
Titilsíða vinnubókar 1935.
sköpunarkraftur hans og listfengi útrás.“
Sjálfur ritar Vigfús 1932:
„Jeg hafði stopula atvinnu í sumar, en í
vetur hef jeg haft nokkum veginn fasta
atvinnu hjá Leikfjelagi Reykjavíkur. Jeg
er aðeins farinn að fá heimsókn af gigt í
vinstri handlegginn, sem háir mér dálítið.
Annars má segja að við komumst vel
af, eftir því sem um er að gera á þessum
krepputímum." (Úr bréfi til Metúsalems
á Hrafnkelsstöðum, dags. 28. febr. 1932.
Héraðsskjalasafn, Eg.)
I einni vinnubók Vigfúsar er að finna yfirlit
um tekjur 1934. Þar hefur hann skráð „Leik-
Qelagið (Kvöldkaup f. Mann og konu),
200 kr. Meyjaskemman, kvöldkaup 219
kr. og Leikfjelagið: Eldhússtörfín, 314
kr., Leikljelagið, Jeppi, 229 kr. og 63 kr.,
LeikQelagið, Straumrof, 307 kr. og Piltur
og stúlka 289 kr.“ „Kvöldkaup“ hlýtur að
þýða að hann hafi tekið þátt í leiksýningum,
samtals hefur hann haft um helming árstekna
sinna lfá Leikfélaginu þetta ár. Þann 4. des.
1934 var „Minningarsýning um Ludvig
Holberg“ í Iðnó, með erindum og forspili,
og sýningu á leikriti hans, Jeppa á Fjalli. Arið
1935 er vinnan hjá Leikfélaginu aðeins um
fimmtungur tekna Vigfúsar, en það ár kemur
um helmingur þeirra frá Sogsvirkjun. Annars
vinnur hann hjá fjölmörgum aðilum bæði
árin. Arið 1941 getur hann ekki um tekjur frá
Leikfélaginu, en fær þá dálítil laun fýrirýmsa
vinnu hjá Safnahúsinu og Þjóðminjasafni.
Vigfús fékkst einnig við skrautritun, sem
hann tileinkaði sér snemma og var leikinn í,
eins og dagbækur hans bera vitni um, og hefur
líklega haft af því aukatekjur. Hins vegar var
hann ekki lærður ljósmyndari og gat því ekki
stundað ljósmyndun sem atvinnu í Reykjavík.
Þá virðist hann einnig hafa hætt að teikna og
mála sér til gamans. Sést það á ýmsu að hann
hefur ekki notið sín þar eins og áhugi hans og
hæfileikar gáfu tilefni til, og líf hans þá verið
markað brauðstritinu.
134