Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 137
Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal
Vigfiis lést í Reykjavík 13. september
1943, aðeins 63 ára að aldri, og ritaði Sigurður
Baldvinsson frá Stakkahlíð þá minningargrein
um hann sem hér var vitnað til. Soffía lifði
mann sinn og hélt heimili fyrir syni þeirra til
dauðadags (1. apríl 1976), en hvorugur þeirra
giftist eða átti afkomendur. Þau bjuggu síðast í
Auðbrekku í Kópavogi. Sigurður lærði smíðar
og tók þannig við starfi föður síns. Hann vann
m.a. við endurbætur á gamla timburhúsinu á
Hallormsstað, þar sem þeir Sigurður Blöndal
kynntust.
Eftirlátin söfn
Vigfúsar Sigurðssonar
Árið 1943 ætluðu Seyðfirðingar að koma upp
hjá sér „Byggðasafhi“, og sendu út dreifíbréf
til ýmissa aðila til að falast eftir myndum,
handritum og gripum. Sigurður Sigurðsson
bókavörður og kennari ritaði Soffíu bréf með
þessu erindi 12. jan. 1944. Þá var stutt síðan
Vigfús lést, svo líklega bar þessi umleitun
engan árangur, enda var safnið aldrei formlega
stofnað.
Ljósmyndasafnið: Þann 9. nóv. 1984
afhenti Sigurður Vigfússon Þjóöminjasafninu
í Reykjavík ljósmyndasafn Vigfúsar, fyrir
milligöngu Sigurðar Blöndals á Hallormsstað,
en þeir nafnar vom aldavinir. Blöndal ritaði
um þetta í bréfí til mín:
„Sigurður Vigfússon trésmiður er mikill
vinur okkar. Ég hafði milligöngu um það,
að filmu- og plötusafn hans var afhent
myndadeild Þjóðminjasafnsins fyrir 2-3
árum. Þú getur haft samband við Halldór
J. Jónsson, umsjónarmann myndasafnsins.
Ég held sé búið að kópíera mikið af
myndum Vigfúsar." (Sigurður Blöndal:
Bréf23.jan. 1989.)
Halldór segir þetta um myndasafnið í bréfí
til mín 1989:
„Um plöturnar er það að segja, að sumar
þeirra eru brotnar eða sprungnar, eins
og verða vill með svona gömul gler, en
annars er safnið í dágóðu lagi. Aftur á
móti veit ég ekki hvað kann að hafa farið
forgörðum áður en það kom hingað. Frá
hendi ljósmyndarans eða gefandans,
Sigurðar Vigfússonar, fylgdu engar skrár
eða upplýsingar um myndirnar. Þegar
safnið var kópíerað hér voru allar plötumar
tölusettar, en skráning er ófullkomin,
þar sem fæstar myndanna hafa þekkst.
Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum (og
Valþjófsstað) og systur hans, vom fengin
til að skoða kópíurnar og skrifa niður
upplýsingar, en þau þekktu ekki nema lítinn
hluta myndanna, sem eru hátt á fimmta
hundrað. Við höfum ekki tök á að ferðast
um Fljótsdalshérað og sýna myndimar
gömlu fólki þar um slóðir, sem ugglaust
dygði best. Sigurður Vigfússon fékk sjálfur
eftirtökur, og hafði við orð að sýna þær
eystra, en ekki veit ég hvort nokkuð hefur
orðið úr því.“ (BréfHalldórs J. Jónssonar,
Þjóðminjasafni, 2.febr. 1989).
Skv. skrá safnsins eru þetta alls 472 negatífar
plötur og fílmur, taldar vera frá tímabilinu
1905-1930. Þar af eru um 120 myndir
úr Fljótsdal, hinar flestar úr Reykjavík.
Halldóra Ásgeirsdóttir gerði eftirtökur
(kópíur) af plötum og fílmum. Inga Lára
Baldvinsdóttir, sem nú er forstöðukona
ljósmyndadeildar safnsins, gerði myndaskrá.
Kópíur eru til af flestum þessum myndum í
myndasafni Héraðsskjalasafns Austfírðinga á
Egilsstöðum, og stækkanir af sumum þeirra,
en Þjóðminjasafnið á útgáfúréttinn. Margar
þessara mynda eru ótrúlega skýrar. Um þær
gildir sama og teikningamar, að þær vom
flestar ómerktar, en nokkrar tókst Þórami
skólastjóra að nafngreina, og síðar öðmm, á
sýningu á Skriðuklaustri 1993. Hafa sumar
þeirra birst í greinum í Múlaþingi og víðar,
135