Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 139
Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal
Teikning Vigfúsar af bœnum Aðalbóli í Hrafnkelsdal, líklega 1900-1910
sem ég veit ekki hvaðan eru komin, t.d.
eitt handrit sunnan úrNesjum í Homafirði,
og gamalt handrit af Armannssögu, sem
gæti verið 200 ára. Einnig eru í safninu
allnokkrar ljósmyndir.“
Safnið var síðan ýtarlega skráð af Guðgeiri
Ingvarssyni stafsmanni Héraðsskjalasafnsins,
og fékk þar 28 safnnúmer, sum með mörgum
undimúmerum, eða um 85 alls. (Skráin er 7
bls. í útprentun). Þetta er einhver merkasta
gjöf sem safninu hefur áskotnast.
Teikningarnar, sem ég ljósritaði úr
teiknibókum og minnisbókum Vigfúsar
1992, innihalda um 20 bæjamyndir (þar af 2
málverk), 10 dýramyndir, 42 mannamyndir
(yfirleitt prófíla), um 30 landslagsmyndir,
þar af 6 vatnslitamyndir, og um 10 ýmsar
myndir, eða samtals um 112 myndir. Auk þess
em nokkrar stærri teikningar í Minjasafninu.
Flestar bæjamyndir em af Egilsstöðum
og öðrum bæjum í Norðurdal Fljótsdals,
sumar ómerktar, en aðrar bæjamyndir em
nafnmerktar. Hins vegar em mjög fáar
mannamyndir með nöfnum af teiknarans
hálfu, og fáar þeirra hefur tekist að þekkja
með vissu. Margar þeirra em listavel gerðar.
Landslagsteikningar eru langflestar úr
Fljótsdal og má oftast þekkja hvar þær eiga
heima.
Gripasafn: Árið 1993 afhentu þeir bræður,
Haukur og Sigurður Vigfússynir, Minjasafni
Austurlands á Egilsstöðum Ijölmarga gripi
úr eigu föður þeirra, þar á meðal orgel,
kommóðu, skrifborð og koffort, þrjár
gamlar myndavélar, gamla sýningarvél með
olíulampa og fleira sem við kemur myndatöku,
ýmis áhöld til teikninga, listmálunar og
skrautritunar, ennfremur fjölmörg smíðatól
og margskonar aðra smágripi. Skv. skráningu
safnsins em þetta um 500 gripir, reyndar mjög
smásmugulega skráð.
137'
L