Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 140
Múlaþing
Sýningarvél fyrir skuggamyndir úr eigu Vigfúsar.
Olíulampi til hczgri. Ljósmynd: Minjasafn Austarlands.
í skrá Minjasafnsins er líka að fínna
um 15 myndir, og nokkur myndaalbúm
(myndalaus), um 35 teikningar og eina
teiknibók, ennfremur um 40 bækur og um
10 frímerki. Þar á meðal eru nokkrar stórar
teikningar. Þetta mynda- og bókasafn tel ég
að Skjalasafnið hefði átt að fá, samkvæmt
því sem við Sigurður ræddum um. Hef ég
farið þess á leit við forstöðukonur safnanna
að þetta verði fært í lag.
Umgetin húsgögn hefur Vigfus líklega smíðað,
en annars er svo að skilja að hann haft lítið
fengist við húsgagnasmíði, og höfundi er ekki
kunnugt um neina útskoma gripi frá hendi
hans, sem raunar er merkilegt, þegar litið er
til náms hans hjá Stefáni oddhaga, og hinnar
miklu leikni í skrautritun og teikningu. Slíkir
gripir kunna þó að vera til.
Jóhanna J. Kjerúlf í Brekkugerði sagðist
muna eftir reykjarpípu, sem Vigfús
smíðaði, og notaði oft á þeim árum. Hafði
hann skorið mannshöfúð á pípuhausinn, og
var það alveg eins og hausinn á karli einum,
sérkennilegum, sem hét Sigurgeir, og var
vinnumaður á Klaustri og líklega víðar í
Fljótsdal. (Munnl. heimild, 19. nóv. 1989).
I skrá Minjasafnsins eru tilfærðir nokkrir
pípuhausar, munnstykki og vindlakassar,
sem bendir til að Vigfús hafi reykt fram
eftir ævi.
Sýningar: Sumarið 1993 efndi Safnastofnun
Austurlands til sýningar á ljósmyndum, teikn-
ingum og gripum Vigíusar á Skriðuklaustri, í
samvinnu við Þórarin Lárasson og Guðborgu
Jónsdóttur staðarhaldara þar, og stóð hún
í mánaðartíma, opin daglega. Var gestum
gefinn kostur á að skoða ljósmyndasafnið og
nafngreina óþekktar mannamyndir, og mun
það hafa skilað nokkrum árangri.
Safnahúsið á Egilsstöðum var tekið í
notkun 1995, og vorið 1996 opnaði Minja-
safnið þar glæsilegan sýningarsal, með
nokkrum básum. Einn þeirra var tileinkaður
Vigíusi, og gat þar að líta nokkur áhöld hans,
myndir og teikningar. Þessi bás var líklega
aðeins fáein ár í salnum.
Teikning Vigfúsar af gamla torfbænum
á Egilsstöðum frá 1899, var gefin út á
póstkorti af Safnastofnun Austurlands
1993 og „Islensk sveitamynd" sama ár.
Þórarinn og Guðborg á Klaustri gáfú einnig
út bæjarmyndina. Póstkort með teikningu
af Valþjófsstaðakirkju gaf Minjasafnið
út um aldamótin, og Skjalasafnið gaf út
fyrmefnt jólakort með mynd og æviágripi
Vigfúsar 2002.
Fálkafáninn, sem getið var, og haldið að
Vigfús haft teiknað, er í fullri stærð, með
hvítum fálka á bláum grunni. Hann geymdist
lengi í Fljótsdal og hefur verið notaður þar á
hátíðarfundum, líklega fyrst á aldamótahátíð
á Valþjófsstað vorið 1901, en þá var Vigfus
tvítugur. Fáninn skilaði sér í Minjasafn
Austurlands á Egilsstöðum 1991, gefandi
var Droplaug J. Kjerúlf, Vallholti, og er þessi
lýsing á honum í aðfangabók:
138