Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 141
Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal
„Fáni. íslandsfálkinn. Stærð 1,28 xl,80
m. Ur tvennskonar hörlérefti, hvítur fálki
og blár grunnur. Samsettur úr tveim
breiddum, eftir endilöngu. Fálkinn er
málaður og skyggður með svörtum lit,
en heiðbláum milli lappanna. Klippt er úr
efninu fyrir fálkanum, hann saumaður á í
vél, öðru megin ffá, og gengið frá brúnum
á bláa efninu hinum megin, í höndunum.
Bláa efnið er upplitað, allt jafnt (sést innan
í saumum), og fáninn trosnaður á homum
(efitir notkun?).“
Gefandi telur, í bréfí sem fylgdi gjöfmni, að
Vigfús Sigurðsson hafi teiknað fánann, og
annaðhvort Sigríður Þormar á Klaustri eða
Sigríður Sigfúsdóttir á Amheiðarstöðum
(amma gefanda) hafí saumað hann. Líklega
var fáninn notaður á meiri háttar samkomum
í Fljótsdal, e.t.v. fyrst á aldamótahátíðinni
á sumardaginn fyrsta 1901, en þá var
farin skrúðganga sem skartaði íslenskum
fánum heim að bænum, þar sem „dregið
var upp sérstakt hátíðarflagg". Gæti það
einmitt hafa verið umræddur fálkafáni.
Um 1930—40 var fáninn geymdur í byrðu
í framhúsi á Amheiðarstöðum, þar sem
einnig voru gamlar bækur og skjöl.
Sigríður, amma gefanda, hafði hann með
sér til Reykjavíkur 1940, þaðan sem hann
kom í Minjasafnið 1991. (Aðfangabók
Minjasafns Austurlands, 1991).
Fyrirmyndin var líklega fáni, sem Sigurður
Guðmundsson málari í Reykjavík teikn-
aði. Hann var líka með hvítum fálka á
bláunt grunni, og var tekinn upp sem fáni
Stúdentafélagsins þar 1873. Þó er fálkinn
á Fljótsdalsfánanum líkari þeim sem tekinn
var upp sem skjaldarmerki Islands 1903 og
gilti til 1919, þegar landvættamerkið kom til
sögunnar, báðir með aðfellda vængi. (Elsa E.
Guðjohnsen, 1980. /Birgir Thorlacius 1991).
„Fljótsdalsfáninn“ á sýningunni á Klaustri 1993.
Ljósmynd: Helgi Hallgrímsson.
Heimildaskrá
Elsa E. Guðjohnsen: Fáein orð um fálkamerki
Sigurðar Guðmundssonar málara. Arbók hins
íslenska fomleifafélags 1980.
Birgir Thorlacius: Agrip af sögu skjaldarmerkis
Islands. Fáni Islands, skjaldarmerki..
Forsætisráðuneytið 1991.
Bjami Þorsteinsson: Islenzkþjóðlög. Khöfn 1906-
09.2. útg. Siglufirði 1974.
Eiríkur Sigurðsson: Stefán Eiríksson myndskeri.
Múlaþing 21: 6-32, 1994.
Flelgi Hallgrímsson: Heystrengir ogfjallheyskapur
í Fljótsdal. Glettingur22 (2): 38-44, 2012.
Inga Lára Baldursdóttir: Ljósmyndarar á Islandi
1845-1945. Rvík 2001.
Smári Geirsson: Frá skipasmíði til skógerðar.
Iðnsaga Austurlands, síðari hluti. Safn til
iðnsögu Islendinga, 4. bindi B, Rvík 1995.
Sigfús Sigfússon: Islenskar þjóðsögur og sagnir.
I. og XI. bindi. Rvík 1982 og 1993.
Sigurður Baldvinsson frá Stakkahlíð: Minning
Vigfúsar Sigurðssonar. Morgunbl. 25. sept.
1943.
139