Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 142
Múlaþing
Hér eru aðeins skráðarprentaðar heimildir.
Annarra heimilda er getið á viðkomandi
stöðum í texta greinarinnar.
Kviðlingur Símonar Dalaskálds um
Vigfús 1912
Eignast kvon til unaðar
og Símoni hlýði.
Vigfiis sonur Sigurðar
sæluvon er prýði.
Iðkar mestar íþróttir,
öldin bezt sem metur,
skjóma lestir, skjaldan kyr,
skrifar flestum betur.
Brag skrifaðan hans frá hönd
hef nú blaða milli,
pennann vaða um letra lönd
lét með hraða'og snilli.
Getur smíðað mikið margt,
mengi tíðum gleður,
lundur skíða, og líka þarft,
list og prýði meður.
Gætinn og fyndinn geðs um haf
grimmum hrindir trega.
Tekur myndir mönnum af
mikið skyndilega.
Margar listir hefur hér
hringa kvistur rjóður,
auðar rist sem unna fer,
organisti góður.
Þessar vísur eru á blöðum með yfirskriftinni:
Símon Dalaskáld kvað á Glúmsstöðum,
undirritað: Veturinn 1912. Símon dalaskáld.
Þetta kvæði Símonar gefur furðu góða lýsingu
á helstu viðfangsefnum Vigfusar þegar hann
er um þrítugt: hann er hagmæltur, góður ritari
og smiður, tekur myndir og er gleðivaki.
Adrepa um konu eða unnustu kann að vera
tilbúningur Símonar. Á blöðunum eru einnig
vísur um heimilisfólkið þar: Svein Jónsson og
Teikning Vigfúsar, líklega af Símoni Dalaskáldi, sem
kom í Glúmsstaði 1912 og orti kvœði um Vigfús.
Björgu Stefánsdóttur , Hallgrím Stefánsson,
bróður hennar, Sigurbjörgu Halladóttur konu
hans, og börn þeirra, þó ekki hringhendur
eins og vísumar sem hér eru birtar. Vigfús
hefur sennilega dvalið á Glúmsstöðum þennan
vetur. (Héraðsskjalasafn, Eg.) I sömu ferð
kom Símon í Valþjófsstað og skildi eftir sig
vísur um Þórarin prest og Ragnheiði og dætur
þeirra, sem Vigfús skrifaði upp i vasabók sína,
merkta 1911.
Ytarlegri heimildir um ævi Vigfúsar má fá úr
vasabókum og vinnudagbókum, auk bréfa sem
ýmsir hafa ritað honum. Fyrstu drög að þessari
grein voru tekin saman fyrir Minjasafn Austurlands
vorið 1996, aukin og endurbœtt í maí 2012, mars
2013, og síðast í janúar 2014. - H. Hall.
140