Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 143

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 143
Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal Minning Vigfusar Sigurðssonar, eftir Sigurð Baldvinsson frá Stakkahlíð Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal verður til moldar borinn í dag. Hann Ijest hinn 13. þ.m. [sept. 1943] af hjartabilun, 63 ára gamall. Fæddist 3. ágúst 1880, á Þorgerðarstöðum, þar sem foreldrar hans voru þá til heimilis. Síðan bjuggu þau á Egilsstöðum. Móðir Vigfusar var Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Hallgrímssonar, er var ættaður af Norðurlandi, en móðir Gunnars var Ingibjörg Skíða-Gunnarsdóttir, Þorsteinssonar prests á Skinnastöðum. Gunnar Hallgrímsson var um skeið sýsluskrifari í Suður- Múlasýslu. Hlaut stúdentsmenntun og var annálað snyrtimenni. Faðir Vigfúsar, Sigurður á Egilsstöðum, var Hjörleifsson - Hjörleifur mun hafa verið heitinn eftir Hjörleifí sterka í Höfn og fóstraður af honum. - Bjó Hjörleifur yngri á Skeggjastöðum. Hans kona var Mekkín skyggna, sem margt merkilegt er frá sagt. Vigfús sálugi nam ungur trjesmíði hjá Helga Thordarsen trjesmíðameistara í Reykjavík. Jafnfamt nam hann dráttlist hjá Stefáni Eiríkssyni hinum oddhaga. Síðar hafði Vigfús trjesmíði jafnan að aðalatvinnu. Hugur hans hneigðist þó löngum fremur að ýmsum listum. Hann var góður teiknari og listaskrifari, en einkum virtist honum tónlist og leiklist í blóð borin. Hann nam tónfræði í hjáverkum og orgelspil án tilsagnar, og ljek á það hljóðfæri af mikilli leikni. Nokkur sönglög mun hann hafa samið. Ekki hlaut hann aðstöðu til að stunda leiklist, en svo voru leikarahæfíleikar hans miklir, að hann greip til þeirra í kunningjahóp, þótti það hin mesta skemmtun. - Hann var ljóðelskur, lesinn vel, og Ijölfróðari en almennt gerist um ólærða. - Glaðværð og góðvild var Vigfúsi svo töm, að hverjum manni þótti góð návist hans. Fötuðust honum í engu þeir kostir, þó hagur væri oft þröngur, og vanheilsa hans nánustu og hans sjálfs, legðist með æmum þunga á herðar honum. Vigfús giftist 1922 Soffíu Elíasdóttur frá Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð. - Fluttu þau til Seyðisfjarðar árið 1924, en hingað [til Rvíkur] 1930, og hafa lengst átt heima á Grundarstíg 4, við lítið yfírlæti en samhenta prýði í öllum háttum. Lifir frú Soffía mann sinn, ásamt sonum þeirra, Sigurði og Hauki, mannvænlegum. Að vonum er harmur að þeim kveðinn við fráfall slíks heimilisföður, sem Vigfús var. Heimilisrækni hans og umhyggja fyrir ástvinum, var með afbrigðum. - reglusemin og snyrtimenskan fyrirmynd og hógværðin fágæt. Allir sem þektu Vigfús rjett, sakna hans og minnast með þökk góðrar kynningar. Dauðinn er í rauninni ekki sorgarefni. Þá skuld eigum vjer allir að gjalda. Henni er gott að ljúka, er æfi hallar og heilsa dvínar. Hitt munu ýmsir vinir og frændur Vigfúsar harma meir, að hinir fjölþættu og miklu listahæfíleikar hans fengu ekki að ná meiri þroska, og orka svo á samljelagið, sem efni stóðu raunverulega til. En þetta er gömul sorgarsaga margs ágætis listamannsefnis, - íslensks fámennis og fátæktar. En ef vjer trúum því (og hví skyldum við ekki gera það?) að til sje annar betri heimur og líf, þar sem hið góða og göfuga megi meira en á þessari jörð, verður dauðinn oss ekki hryggðarefni til langframa. Sigurður Baldvinsson. (Morgunblaðið, 25. sept. 1943). 141
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.