Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 145

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 145
Baldur Grétarsson Sumamytjar á Stuðlafossi ...og minningar tengdar þeim að var einhvem tíma á síldarámnum seinni að faðir minn Grétar Brynjólfsson á Skipalæk keypti jörðina Stuðlafoss á Jökuldal af ekkju Helga Jónssonar, síðasta bónda þar, sem lést af slysförum 1958. Hún hét Anna Björnsdóttir frá Ármótaseli og brá búi á Stuðlafossi fljótlega eftir fráfall Helga. Helgi var móðurbróðir pabba, sonur Jóns Hnefíls sem þekktur var á Jökuldal á sinni tíð og bjó síðast á Fossvöllum. Þessi jarðakaup voru hugsuð til að koma fénu á Skipalæk í gjöfula sumarhaga en Skipalækur er í Ut-Fellum og átti ekkert land til heiðar eða nein beitarréttindi í góðan afrétt. Pabbi hafði rekið síldarsöltunarstöð á Seyðisfírði á kalárunum svokölluðu en ætlaði sér aftur í búskap ef síldin brygðist, sem hún og gerði, því að árið 1968 virtist hún algerlega horfín. Fyrstu ferðirnar Pabbi réðst í íjárhúsbyggingu eftir síldina og fjölgaði fénu á Skipalæk og strax var farið að huga að því að venja féð á Jökuldalinn. Það var töluverð fyrirhöfn að koma mörgu fé til og frá afrétti svo langa leið haust og vor, og ekki laust við að því fylgdu einhver ævintýri, meiri og minni. Fyrstu ferðimar vom famar laust fyrir 1970 og fénu ekið á vömbílum norður yfír Heiðarenda og upp Dal eftir misgóðum vegum. Á þeim tíma var vegur á Efra-Dal að mestu niðurgrafmn moldarvegur sem gat verið sleipur í bleytu og sums staðar vora enn pyttir að vorinu. Oft fór Haukur Guðmundsson frá Hauksstöðum í þessar ferðir fyrir pabba en hann fór að gera út vörubíla eftir að síldin hvarf og hafði verið starfsmaður á planinu hjá pabba öll árin. I einni af fyrstu ferðunum er mér minnisstæður mikill grjótburður í brekkunni utan við Hnúksána á móts við Merki þar sem Benz-vörubíll Hauks spólaði mikið. Alltaf var hægt að bakka niður aftur vegna brattans en svo þurfti að taka langt tilhlaup að neðan sem kostaði þó nokkum skakstur fyrir féð á pallinum. Eftir því sem meira var borið af grjóti í brekkuna smástyttist spölurinn sem vantaði á að bíllinn hefði það upp. Haukur frændi minn fór að engu óðslega í akstri þannig að svona áhlaupabrekkur hentuðu honum ekkert sérstaklega, auk þess sem þýsku hestöflin hefðu mátt vera fleiri undir vélarhlífinni. í þessari ferð voram við einnig með rússajeppa Brynjólfs afa míns á Ekkjufelli og vagn aftan í honum. Vora lömb höfð bæði í rússanum og vagninum. Þegar komið var austur yfír Jöklu hjá Hákonarstöðum tók við moldarvegur sem lá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.