Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 150
Múlaþing
Suzuki AC 50, samskonar hjól átti geinarhöfundur á
manndómsárum. Mynd af netinu.
og heldur napurt að aka nöðrunni á móti
kalsanum. A Fossvöllum fékk ég hjólið
geymt í skála, en fékk far áfram með Stefáni
Halldórssyni á Brú sem var að fara upp Dal á
vörubíl. Með honum í bílnum var kona hans
Sigríður Ragnarsdóttir og ungur sonur þeirra
Ragnar. Bíllinn var af gerðinni Commer og
kannaðist ég vel við bílinn því að hann hafði
verið keyptur að söltunarstöðinni Þór h.f. á
Seyðisfuði, sem pabbi rak á síldarárunum.
Ari Bjömsson frá Mýnesi keypti síðan bílinn
þegar síldin hvarf, en nú var hann kominn í
eigu Stefáns. Bílllinn var frambyggður og
sat ég á vélarhlífmni á milli þeirra hjóna og
gekk ferðin vel. í Klaustursel kom ég síðla
gangnadags í ágætu veðri. Daginn eftir var
réttað og fé Fellamanna og Fljótsdælinga
skilið frá Jökuldalsfé, en meðan á drætti
stóð hafði veður versnað og útlitið heldur
slæmt fyrir næsta dag sem reka átti austur
enda kom það á daginn að úrkoma var mikil
næsta morgun og talin snjóhríð á heiðinni. Var
því frestað að leggja á heiðina en ákveðið að
sækja reksturinn út í Merki og koma honum
inn í Klaustursel ef sú ákvörðun yrði tekin að
reka austur með Fljótsdælingum sem einnig
frestuðu för. Venjan var að fé Fellamanna í
Merki sameinaðist Klausturselsrekstrinum
austur í heiði þar sem farið var yfir Tregagilsá
við ósa Köldukvíslar.
Commer vörubifreið sömu gerðar og vörubíll Stefáns á
Brú. Mvnd af netinu.
Var ég nú, ásamt fleirum, sendur ríðandi út
í Merki í ausandi úrkomu til þess að aðstoða
við reksturinn inneftir. Man ég að vaxið
hafði í Treglu og gekk því brösuglega að
koma fénu í ána. Svo mikið vatn var í ánni að
straumurinn hreif kind og kind og flutu þær
niður af vaðinu. Oddur Sigfússon á Staffelli
sá hvað verða vildi, stökk frá hesti sínum og
óð út í flauminn þar sem farvegurinn þrengdist
til að bjarga þeim kindum sem straumurinn
tók. Sé ég enn glöggt fyrir mér hvar hann
stóð í mitti á dökkgrænum olíufötum úti í
miðjum straumnum og greip allar kindur sem
niður flutu og henti þeim til lands. Þarna
fékk ég staðfestingu á því að Oddi var ekki
fisjað saman. Aðallega voru það lömb sem
straumurinn hreif en Oddur náði þeim öllum,
ella hefðu þau lent niður í Jökulsá og hefði
þá ekki þurft að spyrja að leikslokum. Inn í
Klaustursel komst reksturinn, en það bætti úr
skák að undan veðri var að fara.
Morguninn sem reka átti á heiðina var
þungbúið mjög og napurt að koma út enda
snjóföl á jörðu. Hafði kólnað um nóttina
og rigningin breyst í snjókomu. Veður var
sæmilegt en dimmt í norðrið að líta. Akvörðun
var tekin um að reka hefðbundna leið. Að reka
austur með Fljótsdælingum krafðist alltaf
meiri vinnu þótt styttra væri þvert austur
yfir heiði en þá var eftir að draga sundur
að nýju austur í Fljótsdal og koma fénu út í
148