Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 151
Sumarnytjar á Stuðlafossi
Brynjólfur Bergsteinsson.
Pétur Eiríksson.
Grétar Brynjólfsson.
Guðmundur Sigfússon.
Þorbergur Jónsson.
Oddur Sigfússon.
Baldur Grétarsson.
Fell frá Melarétt. Hefði það verið þó nokkur
handleggur þar sem í Fellarekstri voru um 800
fjár og vildu menn spara sér þessa fyrirhöfn
í lengstu lög.
Þeir sem lögðu á heiðina með fjárreksturinn
frá Klausturseli haustið 1975 voru eftirtaldir:
Brynjólfur Bergsteinsson, Haffafelli,
(f. 2.1.1928), gangnastjóri.
Stefán Pálsson, Egilsstöðum,
( f. 3.12.1923 - d. 2.7.2001), smalamaður
Garðars á Skeggjastöðum.
Pétur Eiríksson, Egilsseli, (f. 8.8.1924 - d.
18.6.2001)
Þorbergur Jónsson, Skeggjastöðum.
(f. 12.11.1926 - d. 1.10.2012)
Grétar Brynjólfsson, Skipalæk,
(f. 26.3.1930-d. 5.10.2009).
Oddur Sigfússon, Staffelli,
(f. 2.10.1948-d. 16.4.2013).
Guðmundur Sigfússon, Egilsstöðum,
(f. 4.9.1957), smalamaður Ragnars á
Bimufelli.
Baldur Grétarsson, Skipalæk.
(f. 25.04.1961), sá er þetta ritar.
Um kl. 7 árdegis var lagt frá Klausturseli
með reksturinn sem þokaðist út og upp fjallið
í snjófölinu sem heldur þykknaði eftir því
sem hækkaði. Við vorum átta sem fylgdum
safninu eins og áður getur. A þýfunum
austan við Treglu var stoppað laust fyrir
hádegi og fénu beitt eins og venjulega, því
að framundan var Mið-Heiðin spöldrjúg og
heldur gróðurlítil. Þarna var frost og köld
utangjóla með lágrenningi. Venjan var að
grípa í nestið meðan féð kroppaði og heldur
var kalsamt að standa hreyfingarlaus og
norpa við nestisbitann. Eg man að ég var vel
klæddur í skjólgóð föt en samt sem áður varð
mér illilega kalt á tánum meðan við stóðum
og snæddum. Það varð þrautalendingin að
sparka í frosna þúfu þangað til líf færðist í
tærnar aftur. Og feginn varð maður þegar
149