Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 161
Sumarnytjar á Stuðlafossi
Vorrúningur í Klausturseli 1968. F.v. Guðrún Aðalsteins-
dóttir, Jón Hávarður Jónsson og Sigurður Grétarsson.
Lokaorð
Eg hef oft verið spurður að því þegar talið
hefur borist að þessari hrakningsferð hvort
ég álíti að okkur gangnamönnum hafi verið
hætta búin þennan sólarhring á heiðinni
forðum. Það hefur orðið fátt um svör við
slíkum spumingum, en ég hef þá einatt farið
að hugsa til baka og reynt að gera mér grein
fyrir því hvort sú hafi verið raunin. Margir
eru þeir orðnir íslendingarnir í gegnum
aldimar, sem hlutu þau köldu örlög að verða
úti á heiðarvegum og jafnvel milli bæja í
vetrarveðrum og mátti víst ekki mikið út af
bregða til að sú yrði hættan. Oftast er það
svo að þeir sem í hrakningum lenda gera sér
síst grein fyrir hversu alvarlegar aðstæður
em, en hugsa því meira um að fínna leið út
úr ógöngunum. Þannig var því farið í þessu
tilfelli að menn skeyttu minna um veðrið og
erfíðleikana en hugsuðu um það eitt að leysa
úr vandræðunum og það gefur mönnum aukið
þrek. Það atriði eitt að ávallt var haldið í
ákveðna átt með veðurhaminn í fangið, mun
hafa þokað okkur rétta stefnu allan tímann.
Eg get því hvorki svarað slíkri spurningu
játandi né neitandi og tel hættumatið ekki
I Klausturseli 1968. Lilja Óladóttir og Aðalsteinn
Jónsson skyggna féð.
útgangsatriði þegar slíkt er rifjað upp, en þetta
var mikil reynsla fyrir óharðnaðan ungling að
upplifa og erfiðir vora þessir klukkutímar, það
get ég óhikað fullyrt, og tel mig þar tala fyrir
munn allra sem í komust.
Vona ég að lesendur hafí fróðleik af þessari
uppriijun.
Heimildir:
Brynjólfur Bergsteinsson: „Þar skall hurð nærri
hælum“ Fellamannabók Fyrra bindi, bls. 260-
266. Fellahreppur 1991.
Baldur Grétarsson: „Heiðarævintýri“ Lagarfljóts-
ormurinn, skólablað Egilsstaðaskóla bls. 8-10.
7. árgangur, 1976.
Munnlegar heimildir:
Oddur Sigfússon bóndi Staffelli.
Guðmundur Sigfússon múrarameistari Egils-
stöðum.
Sigurður Gylfi Björnsson bóndi Hofí.
Aðalsteinn Jónsson bóndi Klausturseli.
Þómnn Sigurðardóttir bóndi Skipalæk.
159