Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 22
Sif
Sigmarsdóttir
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Mín skoðun
Þetta er
ekki stefna
nýrrar
íslenskrar
ríkis-
stjórnar.
Því miður.
Ranglæti
er ítrekað
réttlætt
með efna-
hagsreikn-
ingi.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Eftir nokkrar vikur minnumst við Íslend-
ingar þess að áratugur er liðinn frá sögu-
legum atburði sem hækkaði þjóðarpúlsinn
um allnokkur slög og skildi víða eftir óbragð
í munni. Í janúar árið 2012 komst upp að
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefði í þret-
tán ár selt helstu matvælaframleiðendum
landsins iðnaðarsalt í afurðir sína. Málið gat
af sér eina stærstu ráðgátu síðari tíma. Þótt
saltið væri ekki ætlað til manneldis heimilaði
Matvælastofnun Ölgerðinni að klára að selja
birgðir sínar af saltinu í matargerð.
Áherslur Matvælastofnunar voru í
deiglunni á ný í vikunni þegar hulunni var
svipt af hrottalegri meðferð á svo kölluðum
blóðmerum hér á landi. Blóðmeri er hryssa
sem hefur þann eina tilgang að ganga með
folöld svo hægt sé að taka úr henni blóð á
meðan hún er fylfull. Úr blóðinu er unnið
hormón í lyf sem nota má til að sæða gyltur
svínabúa örar og auka þannig framleiðslu-
getu. Matvælastofnun hefur eftirlit með blóð-
merahaldi. „Það er auðvitað hægt að klippa
saman vond augnablik,“ sagði yfirdýralæknir
í hrossasjúkdómum hjá Matvælastofnun um
heimildarmynd svissnesku dýraverndunar-
samtakanna sem ljóstruðu upp um málið en
Matvælastofnun rannsakar nú myndskeiðin.
Velferð eða verðmætasköpun?
Árið 1833 var þrælahald afnumið víðast hvar
í Breska heimsveldinu. Í kjölfarið samþykktu
stjórnvöld að greiða fórnarlömbunum háar
fébætur. Bótaþegarnir voru þó ekki þrælarnir
heldur eigendur þeirra. Nýverið kom upp á
yfirborðið að greiðslum bresks almennings
vegna bóta til þeirra sem höfðu hagsmuni af
þrælahaldi lauk ekki fyrr en árið 2015.
Fyrr á þessu ári lagði Inga Sæland, formað-
ur Flokks fólksins, fram frumvarp til Alþingis
um breytingu á lögum um dýravelferð sem
bannaði blóð töku úr fyl fullum merum. Þeir
fóru hörðum orðum um frumvarpið sem
létu sig málið varða. Framkvæmdastjóri
Ísteka, fyrirtækisins sem framleiðir lyf úr
merarblóðinu, sagði í umsögn til Alþingis að
verðmætasköpun fyrirtækisins væri mikil,
afurðir þess væru fluttar úr landi og sköpuðu
gjaldeyristekjur sem námu 1,7 milljörðum
króna árið 2020. Í umsögn dýralæknis
var staðhæft að blóðmerahald væri orðið
mikilvægur tekjustofn bænda sem tryggði að
sveitir landsins héldust í byggð.
Blóðmerahald er aðeins stundað í fjórum
öðrum löndum: Kína, Argentínu, Úrúgvæ og
Þýskalandi. Evrópuþingið vill stöðva blóð-
merahald. Fæstir Íslendingar höfðu heyrt um
blóðmerabúskap fyrr en í þessari viku. Þeim
fjölgar hratt sem kalla eftir því að hann verði
bannaður.
Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að
hlutverk stofnunarinnar sé að vernda „heilsu
manna, dýra og plantna“ og auka „velferð og
verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar“. En
hvað gerist þegar velferð og verðmætasköpun
fara ekki saman?
Ein helstu rök gegn afnámi þrælahalds
voru efnahagsleg. Atvinnurekendur börðust
gegn afnámi þrælahalds á þeim forsendum að
það myndi valda starfsemi þeirra stórtjóni.
Matvælastofnun lagðist gegn frumvarpi
Ingu Sæland.
Þrælahald. Iðnaðarsalt. Blóðmera-
búskapur. Ranglæti er ítrekað réttlætt með
efnahagsreikningi. En íslenskur almenningur
á ekki að þurfa að borða iðnaðarsalt aðeins
vegna þess að einhver flutti það inn. Athæfi
sem dýraréttarlögfræðingur kallaði dýraníð
í vikunni á ekki að viðgangast bara af því
að einhver fann leið til að hagnast á því. Það
réttlætir ekki glórulausar blóðsúthellingar að
halda sveitum í byggð.
Þrælar Breska heimsveldisins sem öðluðust
frelsi árið 1833 fengu aldrei bætur. Þar lauk þó
ekki óréttlætinu. Afkomendur þeirra greiddu
skuld við þrælahaldarana með sköttum
sínum til ársins 2015. Hvað er rétt, hvað er
rangt? Stundum liggur það í augum uppi. n
Efnahagsreikningar, blóðsúthellingar
Nýja þriggja f lokka ríkisstjórnin
ætlar sér að hrinda af stað
framfaramálum í þágu lands og
þjóðar. Forkólfar hennar hafa
spurt sig í aðdraganda samstarfs-
ins hvort bæta megi samfélagið og hvar þá
helst. Og svarið er á einn veg; samfélagið er
ekki nógu sterkt, styrkjum það.
Því er lagt af stað með ellefu áherslumál, en
þar rís einna hæst aukinn jöfnuður og rétt-
læti, jafnt 25 prósenta launahækkun til verst
launuðu stétta landsins og stórauknar kjara-
bætur til öryrkja og aldraðra í landinu, hvoru
tveggja sakir þess að ójöfnuður skapar átök í
samfélaginu og dregur úr krafti þess.
Og nýja stjórnin ætlar að gera svo miklu
meira. Í loftslags- og umhverfismálum ætlar
hún sér að taka forystu í heiminum, hætt verði
að nota jarðefni til húshitunar fyrir árið 2030,
átta árum fyrr en áður var fyrirhugað – og svo
mjög verði dregið úr útblæstri mengandi efna
fyrir árið 2045 að náttúran hafi þá betur.
Þá verði veðjað á stafrænar lausnir á öllum
sviðum atvinnu- og félagslífs, en stefnt verði
að því að þjóðin leiði fjórðu iðnbyltinguna,
ella verði hún undir í keppni við aðrar þjóðir í
lífsgæðum.
Fimmti liðurinn í stjórnarsáttmálanum
varðar stórfellt átak í húsbyggingum um allt
land svo stemma megi stigu við hækkandi
íbúðaverði, en réttur fólks til þess að geta leigt
eða eignast húsnæði á hóflegu verði sé mann-
réttindamál.
Stjórnin ætlar einnig að skipta um kúrs í
innflytjendamálum með mannúð að leiðar-
ljósi, en bæta þurfi aðstöðu og kjör nýrra íbúa
landsins.
Eins mun stjórnin huga betur að málefnum
ungs fólks, færa kosningaaldur í 16 ár, enda hafi
yngstu kynslóðirnar meira að segja en áður og
eigi að hafa meiri áhrif við landstjórnina.
Og stjórnin nýja vill lögleiða kannabis, en
notkun þess sé skárri en áfengisdrykkja og
tóbaksreykingar og skipti miklu máli í lækn-
ingaskyni.
Loks er það slegið í gadda að engir skattar
hækki á kjörtímabilinu, tekið verði fyrir
útgjaldahækkun hins opinbera, skuldir ekki
auknar þótt ríkið geti tekið lán á neikvæðum
vöxtum – og að endingu, hámarkshraði á
þjóðbrautum verði ekki lækkaður, því það eigi
að treysta fólki.
Þetta er ekki stefna nýrrar íslenskrar ríkis-
stjórnar. Því miður. Þetta er stefna nýrrar
þýskrar stjórnar frjálslyndra, jafnaðarmanna
og græningja – fyrir fólkið í landinu. n
Stefna stjórnar
jackandjones.is
Skyrtur
verð frá
7.990 krPeysur
verð frá
5.990 kr
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR