Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 46
Mamma mín var ótrúlega dugleg að baka og kannski aðeins of dugleg, því við kom- umst aldrei yfir það að borða allar þessar smákökur í kringum jólin. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Margir eiga sínar uppáhalds- jólasmákökur sem hefð er fyrir að baka á aðventunni og sumir búa til nýjar hefðir í jólasmákökubakstrinum og gera jafnvel sínar útgáfur með því bragði sem þeim þykir best. Fyrsti sunnu- dagur í aðventu er á morgun og því ekki seinna vænna að hefðja smákökubaksturinn. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir köku- og matarbloggari sem heldur úti síðunni dodlurogsmjor.is og Insta- gram-síðunni @ dodlurogsmjor hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og veit fátt skemmtilegra en að leika sér með nýtt bragð og áferð, sem gleður bragðlaukana. Hún er byrjuð á bakstrinum fyrir aðventuna og er búin að gera sína útgáfu af sörum sem eru svo sannarlega nýstárlegar. „Þessar kökur eru nýjar hjá mér, en ég eins og flestir Íslendingar, er sólgin í sörur í kringum jólin. Ég er vissulega ekki alin upp við að baka þær, en á dásamlegar minningar þar sem við vinkonurnar komum saman til þess að baka sörur og njóta. Það eru svo dásamlegar stundir sem myndast við það að dunda sér saman fyrir jólin, hvort sem það er með vinum eða fjöl- skyldunni,“ segir hún. Æðislegar lakkríssörur Guðrún Ýr sem heldur hér á dóttur sinni vildi gera eigin útgáfu af sörum. Þær tókust svona ljómandi vel. fréttablaðið/sigtryggur ari Lakkríssörur fyrir alla lakkrís- unnendur. „Ég bara varð að prófa mína útgáfu af lakkrís sörum, þar sem mér finnst lakkrís svo góður – útkoman er alveg dýrðleg, mjúkur makkarónubotn með lakkrísfyll- ingu og rjómasúkkulaðiskel,“ segir Guðrún. Litlu hlutirnir svo dásamlegir Á heimili Guðrúnar í bernsku var mikið um smákökubakstur. „Mamma mín var ótrúlega dugleg að baka og kannski aðeins of dugleg, því við komumst aldrei yfir það að borða allar þessar smákökur í kringum jólin. Amma mín kom yfirleitt til okkar og sat við eldhúsborðið og veitti okkur félagsskap, en við systkinin vorum fengin til að stinga út mömmu- kökur og hnoða kúlur fyrir allar þessar kökur. Uppáhaldið var að setja kremið á mömmukökurnar, enda vildum við systkinin sjá um það, þar sem mamma setti of lítið krem fyrir okkar smekk á kök- urnar. Svo þegar kökurnar voru að klárast fengum við að gera eina í lokin með extra kremi og það var alveg hápunkturinn, litlu hlutirnir sem eru svo dásamlegir.“ Sörurnar hennar Guðrúnar Makkarónur 3 eggjahvítur 200 g möndlumjöl 200 g flórsykur Stillið ofn á 180°C. Stífþeytið eggjahvíturnar. Sigtið saman í skál möndlumjöl og f lórsykur. Blandið þurrefnunum varlega saman við eggjahvíturnar. Setjið blönduna í sprautupoka, gott er að nota hringlaga stút, og sprautið dropum á bökunar- pappír. Ég vil ekki hafa mínar sörur mjög stórar svo ég miða við sirka stærð á við tíu krónu pening. Setjið í ofn og bakið í 10-15 mínútur, eða þangað til þær verða ljósbrúnar. Smjörkrem 100 g lakkrísreimar frá Sambó 1½ dl vatn 6 eggjarauður 300 g smjör 200 g mjólkursúkkulaði til hjúp- unar Bútið lakkrísinn niður og setjið ásamt vatni í pott og stillið á miðlungshita. Leyfið að malla í pottinum í um það bil 10 mínútur þangað til það er soðið saman í síróp. Setjið eggjarauðurnar í hrærivél og hrærið þangað til þær eru kremgular og þykkar. Hrærið í eggjarauðunum og hellið sírópinu í mjórri bunu saman við eggjarauðurnar, passa þarf að gera þetta ekki of hratt svo rauð- urnar sjóði ekki þegar sírópið er allt komið saman við. Þeytið saman í 4-5 mínútur eða þangað til skálin er orðin köld/volg viðkomu. Skerið smjörið í litla teninga, og með vélina í gangi, skellið einum í einu ofan í skálina, hrærið síðan áfram í nokkrar mínútur. Samsetning Setjið kremið í sprautupoka, ef það er mjög mjúkt skellið því inn í frysti í nokkrar mínútur. Sprautið á skeljarnar með hringlaga stút. Annað hvort setjið þið kökurnar svona beint í kæli/frysti, eða takið ykkur smjörhníf og dreifið úr kreminu út að köntum. Kælið kökurnar þangað til þær eru vel kaldar, bræðið þá súkkulaðið yfir vatnsbaði í djúpri skál. Dýfið krem partinum ofan í súkkulaðið og leggið á smjörpapp- ír. Kökurnar eru svo best geymdar í frysti og teknar út stuttu áður en á að bera þær fram. n Brandenborgarkonsertar nr. 1 og 4 Fiðlukonsert í E dúr Harpa Norðurljós 5. desember kl. 16 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur Miðasala: harpa.is Miðaverð: 3.500 kr. E B S F T T A Æ I CH R L 6 kynningarblað A L LT 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.