Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 19

Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 19
HEILSUVERND 103 ónusafa og púðursykri eða gulrótarsneiðar, soðnar i fitu. ATH., að sojabaunirnar þurfa að liggja í bleyti í 2 sólar- hringa, en grænar baunir i 1 sólarhring, áður en þær eru soðnar. FLATBRAUÐ: Tveir bollar af heilhveiti, einn bolli af hveitiklíði og einn bolli af hveitikími. Hrært út í sjóðandi vatni og hnoðað lint. Flattar út kringlóttar kökur, sem brugðið er á heita hellu. RÚGKEX: Hálft pund af hverju, rúgmjöli, heilhveiti og smjörlíki og 100 g. af púðursykri, Wi dcl. mjólk, 4 tesk. kúrenur og 3 tesk. hjartarsalt. KÓKOSKÖKUR: 300 g. heilhveiti, 200 g. kókosmjöl, 250 g. púðursykur, 300 g. smjörlíki, 1 tesk. hjartarsalt, 200 g. saxaðar rús- ínur, 2 egg. Hnoðað saman í deig og bakað við meðal- hita. SÓSA Á GRÆNT SALAT. (Uppskrift af salatinu i s. hefti): Skyr er hrært út i súrmjólk og blandað örlitlu af þeytt- um rjóma og púðursykri. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á því, hvað sósan kemur seint. ASPIRlNIÐ OG MAGINN. Að því er Manohester Gardian (1. 7. ’55) skrifar þá hafa rann- sóknir tveggja sérfræðinga, A. Muir og J. A. Cossar, leitt í ljós, að aspirín hefur mjög ertandi áhrif á magann, og þeim sem hafa þó ekki sé nerna lítið eitt viðkvæman maga, ráða þeir al- gerlega frá notkun þess. (Dr. R. B., Wendepunkt).

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.