Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 34

Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 34
HEILSUVERND Henrik Seyffarth: Hagkvæmar starfsvenjur — með sem minnstri vöðvaspennu. Hagkvæmar starfsvenjur eru fólgnar í eðlilegu jafnvægi í líkamsstellingum — í því að sitja, standa og ganga rétt. Hvert starf má vinna með mörgu móti. Og allt veltur á því að finna það lag, sem léttast er, svo að vöðvaspennan verði sem minnst. A. Þér byrjið með því að spyrja yður nokkurra spurninga: 1. Sitjið (standið) þér rétt við vinnu yðar? (Röng stell- ing getur stafað af rangri hæð á borði eða stólj. 2. Haldið þér rétt á verkfærinu, pennanum t. d.? (At- huga ber í því sambandi, hvort verkfærið sé rétt smíðað). 3. Getið þér unnið sama verkið með öðrum og hag- kvæmari hætti? (Til dæmis með því að koma sima- tækinu eða ritvélinni öðru vísi fyrir). B. Eftirfarandi tafla sýnir nokkur algeng dæmi um rang- ar starfsvenjur: RANGT: 1. Haldið þér á hlutum eða verkfærum með krampa- kenndu taki, svo að stríkki á vöðvunum upp að öxl? GAGNÆFING: 1. Látið handlegginn hanga og haldið eins laust á verkfærinu og yður er unnt. Kreppið og opnið hnefann á víxl, jafnframt því sem þér reynið að láta strikka sem minnst á upphandleggsvöðvun- um.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.