Heilsuvernd - 01.06.1956, Page 14

Heilsuvernd - 01.06.1956, Page 14
42 HEILSUVERND þér mynduð eyðileggja sköpunarverk meistarans í staðinn. Maðurinn er meistaraverk hins mikla snillings, miklu margbrotnari og dularfyllri en nokkurt málverk, og það er ekki unnt að skipta honum í sundur eða efnagreina hann án þess að manni gangi um leið úr greipum sá leynd- ardómur, sem leitað er að. Ekki er heldur unnt að greina manninn frá því þjóð- félagslega kerfi, sem hann er samofinn. Sérhver þverskurð- ur sögunnar sýnir ekki aðeins sérstakt líkamlegt ástand, heldur einnig ákveðið mót hugsana, viðhorfa og trúar, jafnáþreifanlegt og ósveigjanlegt eins og stál. Það sem maður hugsar og trúir lætur eftir sig merki jafnör- ugglega og það sem maður nærist á eða andar að sér. — Og allt er það undirstrikað af vilja manna og einbeittni, sem skrá sína sjálfsævisögu í andlit manns og líkama. Jú, það er satt: fæðan breytir efnaástandi líkamans, en það gera einnig hugsanir og tilfinningar. Sameiginlega verka þau á sál, anda og skapgerð hvers einstaklings og hverrar þjóðar. Maðurinn og þjóðfélag hans eru ein lífsheild. Annað, sem opnar manni innsýn til rannsóknar, er skiln- ingurinn á frelsi mannsins. 1 fornum trúarbrögðum var full- yrt, að maðurin væri frjáls vera og ábyrg. Nú er stoð rennt undir þessa kenningu með aldahvarfauppgötvunum nútimans í eðlisfræði. Vísindamenn hafa talið (og teija sumir enn í dag), að þekking þeirra hvíldi á traustum grunni orsaka og afleiðinga sem fullnægjandi skýringar á öllum fyrirbærum. Þeir voru þess fulltrúa, að hvað eina mætti sjá og segja fyrir, svo framarlega sem menn lærðu þau lögmál sem fyrirbærin lytu og skildu þau (eða skrá- settu). En þegar eðlisfræðingar komust inn að hjarta atómsins, þá fundu þeir ekki neinn snoturlega lögbundinn heim, þar sem sjá mátti hlutina fyrir í samhengi orsakar og afleiðingar. I stað þess fundu þeir óvissu, í bezta falli líkur, þar sem ekki var unnt að slá neinu algjörlega föstu eða segja fyrir. Þeir komust í stuttu máli að raun um, að innst inni var efnið frjálst innan takmarka, en ekki ósveigj-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.