Heilsuvernd - 01.06.1956, Page 26

Heilsuvernd - 01.06.1956, Page 26
54 HEILSUVERND ir sjónir daglegar framfarir á öllum sviðum, andlegar, líkamlegar og siðferðilegar. Á frummálinu er þessi formúla þannig: ,,Tous les jours, a tous points de vue, je vais de mieux en mieux“. En í enskri þýðingu: ,,Day þy day, in every way, I’m getting þetter and þetter“. Hugsunin er þessi: Daglega fer mér fram í öllu. Mætti e. t. v. notast við þessa þýðingu á íslenzku, enda þótt setningin sé nokkru spunastyttri þannig, og þylja hana þá með þeirri hrynjandi sem fæst við að leggja áherzlu á orðin ,,daglega“ og „öllu“. Trúhneigt fólk myndi ef til vill vilja tengja umhyggju Guðs og varðveizlu þessum orðum og lengja formúluna þannig til dæmis: Daglega fer mér fram með Guðs hjálp í einu og öllu. — Og ekki er ólíklegt, að athygli undirvitundarinnar beinist þannig fremur að siðferðilegu og andlegu þroskatakmarki en ella. Með þessu móti má segja, að undirvitund manns sé feng- inn í hendur höfuðstóll læknandi og styrkjandi krafta, og falið að verja honum til þess sem brýnast kallar að, rétt eins og hún sér um hagnýtingu þeirrar fæðu, sem maður neytir. Og nú er að segja frá, hvernig þessi formúla má koma að beztum notum. Taktu band eða borða og hnýttu á hann tuttugu hnúta. Þú notar hann síðan eins og kaþólskur maður talnaband við bænalestur; með því móti er hægt að hafa tölu á end- urtekningum þess, sem með er farið, án þess að draga at- hyglina frá efni þess. Svo þegar þú ferð að sofa, gætirðu þess að hvíla í þægilegum stellingum, slakar á vöðvunum, og ferð síðan með formúluna tuttugu sinnum, eða á meðan hnútarnir endast á bandinu, sem þú lætur renna á milli fingra þér: „Daglega fer mér fram í öllu“. Þú átt að fara með orðin upphátt, þ. e. a. s. svo hátt að þú heyrir sjálfur, þvi að hreyfing vara og tungu ásamt heyrnarskynjuninni á sinn þátt í að styrkja áhrif þeirra. Þú átt að bera þau fram áreynslulaust og einfaldlega eins og krakki, sem fer með barnaþulu, því að þannig vaknar síður gagnrýni yfirvitundarinnar. Orðin ,,í öllu“ er gott

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.