Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 33

Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 33
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Oínæmi (allergi). Sjúkdómur með þessu heiti er einn hinna nýju kvilla, sem gert hafa vart við sig á síðari árum. Það er tiltölulega nýr fugl í eyju, eins og menn segja — nýr í varplandi hinnar gömlu læknisfræði, stingur sér víða niður, og vex við- kvæmnin fyrir honum svo hratt, að læknum þykir nóg um. Fugl þessi er marghöfðaður. Ein grein hans er heykvef eða frjómæði, og lýsir sér í því, að einstaka menn þola ekki gróðurilm, þegar blóm taka að vaxa og frævast, og fá þeir þá astmakennd andþrengsli og hæsi. Þessum sjúklingum hefur þá stundum verið ráðlagt að forða sér út á afskekkt- ar og gróðurlausar eyjar og dvelja þar, unz mesta gróður- timabil vorsins væri liðið hjá. Eða þá að reynt er að ráða bót á, eða öllu heldur að halda ofnæmisverkununum í skef j- um með eiturlyfjum. Stundum er ofnæmið bundið við allt aðra hluti, jafnvel kattarhár til dæmis — og ráðið er þá að láta köttinn víkja af heimilinu þar sem hinn viðkvæmi maður dvelur! Þess eru hinsvegar dæmi, að blóm, köttur og sjúklingur hafa mátt vera kyrr á sínum stað og ógæfufuglinn hefur horfið jafnhljóðlega eins og hann kom. Þannig var um einn þennan andþrengslasjúkling, að hann fékk jafnframt melt- ingarkvilla, sem gerði það að verkum, að hann varð að liggja á sjúkrahúsi og fylgja því læknisráði að neyta jurta- fæðu eingöngu og umfram allt lifandi fæðu. Vorið kom nú og grundin greri. Og svo illa sem sjúklingurinn hafði áður verið haldinn af andþrengslum sínum, þá brá nú svo við, að ofnæmisköstin létu standa á sér, og honum varð ljóst, að þau höfðu stafað af því einu, að ónáttúrleg fæða hafði raskað eðlilegu jafnvægi í líkama hans og dregið úr við- námsþrótti. Ofnæmi og ónæmi eru tvær andstæður. Ónæmi er af- kvæmi fullkominnar heilbrigði. Ofnæmi er hinsvegar af-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.