Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 9
HEILSUVERND 5 Jurta og ávaxtaæta er hann frá upphafi. Sem alæta getur hann að vísu lifað alllengi, en það styttir líf hans. Eskimóar, sem lifa á kjöti, verða tæplega eldri en 45—50 ára og eru þá orðnir gamlir og útslitnir. Maðurinn deyr fyr en honum er ætlað vegna þess, að hann brýtur í bága við þau lögmál sem lífið er háð. Hvað er manneldi? Það eru viðskipti hvers manns við allt sitt umhverfi, efnislega, sálarlega og andlega séð. Mað- urinn getur ekki lifað á efni eins og það kemur fyrir í hinni dauðu náttúru. Líf verður hvarvetna að nærast á lífi. Án lifandi fæðis tortímir maðurinn sjálfum sér fyr en varir. Hver fruma mannslíkamans getur því aðeins starfað að hún fái til viðhalds lifandi fæði magnað sólar- geislum bundnum í efni. Án þess er engin fruma starfhæf. Hvað eru sjúkdómar? Þeir eru afleiðingar þess að vér höfum brotið í bága við lögmál lífsins. Ef fruma fær óvið- eigandi fæði, verður hún meira og minna óstarfhæf, en neyðist jafnframt til að hefja baráttu fyrir lífi sínu. Sama gildir um manninn allan. Fæðislaus getur hann ekki þrif- izt, og neyti hann dauðrar fæðu hefst barátta fyrir lífinu og framhaldi þess. Ef vér neytum til lengdar dauðrar og ónáttúrlegrar fæðu, verðum vér að lokum að taka til láns úr varasjóði líkama vors. Þegar hann er tómur eru öll sund lokuð og lífið slokknar. Sjúkdóma sem stafa af rangri fæðu, er ekki hægt að bæta til fulls með öðru en lifandi, náttúrlegri fæðu. Lyf geta lítið bætt, þegar lífið á í baráttu vegna óhollrar næringar. Vér þurfum að eiga vinsamleg viðskipti við jörðina. I þeim viðskiptum megum við ekki hafa rangt við. Slík rangindi gætu e. t. v. fært okkur stundargróða, en sá gróði verður aldrei langær. Svikin bitna á oss sjálfum um síðir. Jörðin getur gefið oss allt, sem vér þörfnumst til þess að geta lifað heilbrigðu lífi, ef vér aðeins högum ræktun hennar í samræmi við lögmál lífsins. Sannarlega höfum vér brotið freklega lögmálin, sem allt vort líf er háð. Ekki þarf að undra þótt krankleiki á sál og líkama liggi eins og mara á mannfélagi nútímans.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.