Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 6
HEILSUVERND ÍUíur Ragnarsson læknir Ráöinn hefur verið nýr læknir að Heilsu-hæli N.L.F.Í. í Hvera- gerði, Úlfur Ragnarsson, síðast héraðslæknir á Kirkjubæjarhér- aði. — Úlfur er fæddur 29. sept- ember 1923. Hann á til góðra að telja, jívi að hann er sonur Ragn- ars Ásgeirssonar, garðyrkjuráðu- nauts í Hveragerði, og konu lians, frú Grethe Ásgeirsson. Tók hann læknapróf hér við Háskól- ann sumarið 1950 með I. einkunn, 166 st. Sama ár var hann ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Egilstaðahéraði, frá 1. júni ]>að ár til maíloka 1951, en þá gerð- ist hann námskandídat i Lands- spitalanum. 13. október 1951 var hann settur héraðslæknir, er hann hafði lokið almennu framhaldsnámi og hlotið lækningaleyfi. Var hann svo héraðslæknir í Kirkjubæjarhéraði, unz liann lét af því starfi nú um síðustu áramót og tók að sér forstöðu Heilsu- hælis N.L.F.Í. — Kvæntur er Úlfur Ástu Guðvarðardóttur, ætt- aðri úr Fljótum norður, og eiga þau 4 dætur. Það var mikið happ fyrir N.L.F.Í. að fá þennan vinsæla og ágæta mann að hæli sínu. Hann hefur lengi haft samúð með starfi fé- lagsins og kynnt sér kenningar þess, enda er liann hleypidóma- laus maður og oninn fyrir öllum jákvæðum nýjungum á sviði læknisfræði og heilbrigðismála, án þess hó að vera nokkur veifi- skati. Mun hann verða farsæll i starfi á vegum náttúrulækninga- stefnunnar, ekki síður en i þjónustu ríkisins sem héraðslæknir. Ekki getur hjá þvi farið, að fleiri og fleiri læknar fari að kynna sér kenningar náttúrulækningastefnunnar og sinna meira og meira þeim þætti heilbrigðismálanna, sem i raun og veru er þýð- ingarmestur — heilsuverndinni. — Úlfs læknis Ragnarssonar biður stórt hlutverk. Ég er ekki i neinum vafa um, að hann mun reynast því vaxinn. Gretar Fells.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.