Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 8
4 HEILSUVERND dómseinkennum, en raunverulegar orsakir sjúkdómanna hafa orðið útundan. Um þetta efni ritaði hinn mikli líf- eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunamaður Carrel í bók sinni Man The Unknown. Um þetta hefur hinum fræga skurðlækni Sir Arbuthnot Lane farizt svo orð: „Langvarandi reynsla mín sem skurð- læknir hefur kennt mér, að eitthvað er grunsamlega rangt við nútímamenningu vora. Og það er sannfæring min, að ef ekki verður gerbreyting á nútímalifnaðarháttum, er vax- andi hrun og hrörnun hins hvita kynflokks óumflýjanlegt.11 Ef ekki verður breyting á óttast ég að vestrænnar menningar bíði hrun og ekki minna en hrun Rómaveldis, sem m. a. varð vegna þess að þá skorti nýta hermenn til varnar sínu víðlenda ríki. Nú er svo komið að fslendinga skortir menn til þess að starfa að sjómennsku. — Hvert stefnir þessi þjóð? Það er ekki einhlítt að reisa spítala. Oss vantar menn, sem geta og vilja taka að sér að kenna þjóðinni heilsu- rækt. Menn verða að læra þau lögmál, sem ráða heilbrigði mannsins og þeir verða líka að lifa eftir þeim. Við verðum að rækta heilbrigði í stað sjúkdóma. Vér verðum að kom- ast í veg fyrir sjúkdómana, það mundi spara okkur fjár- útlát og margskonar óþægindi. Vér kostum 52 milljónum króna til sjúkrahúsabygginga. 10 milljónir fara í allskonar eiturlyf, sem betur væru ókeypt og ónotuð. Læknafjöldi vex ár frá ári hér á landi og sjúkdómum fjölgar að sama skapi eða rúmlega það. Hvar endar þetta? Til þess að komast í kynni við heilbrigðari menningar- hætti verðum við að leita í afkimum heimsins fjarri allri vestrænni menningu. Vér verðum að breyta um hugsunar- hátt, vinnubrögð og starfshætti, ef vér eigum ekki að falla fyrir sverði úrkynjunarinnar. Ekki er seinna vænna! Sannarlega virðist svo sem menn hafi gleymt því að maðurinn er háður því, sem hann leggur sér til munns, eins og aðrar lífverur. Maðurinn er það, sem hann etur. Hann verður að lifa á lifandi fæðu.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.