Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 13
HEILSUVERND 9 kemur úr lindunum verkar einnig örfandi á húðina, en nokkuð með öðru móti. Auk þessa er oft bætt ýmsum ilmefnum í vatnið, svo sem t. d. furunálaoliu. Fleiri efni eru notuð, sem sjaldnar er gripið til. Kolsýruloftböð eru talsvert notuð við þá, sem ekki þola önnur böð. Er þá sjúklingnum komið fyrir í einskonar kassa, þar sem hann hefur þægilegt sæti og getur látið fara notalega um sig. Höfuðið stendur upp úr kassanum, svo að öndun er óþvinguð. Þéttað er með hálsinum og kol- sýrulofti hleypt inn ásamt nokkru magni af hæfilega heitri vatnsgufu. Böð þessi munu vera mjög notaleg, og er það til marks, að márgir, sem þetta reyna sofna eftir stutta stund. Baðverðir sjá um að slíkt valdi ekki slysi. Fylgjast þeir nákvæmlega með líðan sjúklingsins og hitanum í kassanum meðan á baðinu stendur. Er allsstaðar lögð mjög rík áherzla á að vel sé vakað yfir baðgestum, hverrar tegundar sem baðið er og þess vandlega gætt að misbjóða ekki líkamanum með of kröftugri meðferð. Enda eiga bað- staðirnir mikið undir að aldrei hendi slys, sem komið gæti óorði á stofnunina. Við leðjuböðin eru notuð trékör, því að jarðsýrurnar vinna á flestum öðrum efnum. Leðjan, sem notuð er, er létt í sér og inniheldur mikið af lífrænum efnum. Svipar henni helzt til þeirrar leðju, sem hér er víða á botni tjarna, í dýjum og fenjum. Hún er fremur þunn og botnfellur seint. Fljótandi leðjunni er dælt í karið fyrir notkun og hleypt niður úr því á eftir. Þessi böð eru höfð heit, oft um 45° C, en hitinn finnst minna en þegar vatn er notað. Hitinn verð- ur notalegri með þessu móti og verkun talin dýpri. Böð sem þessi eru notuð við mörgu, reynast vel við liðagigt og fleiri tegundum gigtar, en auk þess verkar hitinn á efna- skipti líkamans, þannig að oft tekst að lækna sjúkdóma, sem stafa af of lítilli eða rangri starfsemi innrennsliskirtla, t. d. ýmsa kvensjúkdóma. Taugaveiklun lagast stundum við þessa eða aðrar teg-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.