Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 11
HEILSUVERND 7 konar söltum, volgt eða heitt eftir því hvar er. Engar lindir sá ég heitari en 70 stig á Celcius mæli. Vatnið er notað bæði innvortis og útvortis í lækninga- skyni. Þegar það er drukkið, verka söltin á líkamann á ýmsa lund eftir því, hver þau eru, en ekki verður farið út í þá sálma hér. Við flesta baðstaðina eru salir þar sem drukkið er ölkelduvatn. Sitja menn þar hópum saman, hver með sína drykkjarkrús drekkandi ákveðið magn á vissum tímum dags. Keimurinn af vatni þessu fannst mér yfirleitt ekki ó- þægilegur, og hann kvað venjast vel. ölkelduvatn má kaupa á flöskum í búðum, hvar sem er í Þýzkalandi. Baðlækningarnar eru líka stundaðar af miklu kappi, og baðmenning stendur á háu stigi. I Vestur-Þýzkalandi eru rannsóknarstöðvar, sem starfa að rannsóknum á þessu sviði. Sá ég eina slíka, Das Gollwitzer-Meier Institut í Bad Oeynhausen í Þýzkalandi. Er það gríðarmikil og nýtízku- leg stofnun. Þar sá ég margar tilraunastofur og efnarann- sóknastofur. Voru gerðar tilraunir bæði á mönnum og dýrum og ekkert til sparað. Tilgangur þessarra stofnana er að vega og meta á vísindalegan hátt gildi hinna mis- munandi báðlækningaaðferða, og það er gert með þýzkri nákvæmni. Aðra stofnun sá ég líka við Kantónu-spítalann í Zúrich í Sviss. Þar var einnig unnið af kappi og vísindalegri ná- kvæmni að lækningum og rannsóknum á baðlækningum og öðrum nátengdum lækningaaðferðum. Mér var sagt, að sú stofnun væri hin mesta sinnar tegundar í Evrópu. Sjúkl- ingafjöldi var þar um 1200. Læknum við stofnanir þessar bar saman um, að árangur sá sem næðist með sumum þeirra aðferða, sem þarna voru reyndar, væri oft mjög góður. Hefi ég hvergi mætt meiri bjartsýni á að tákast mætti með réttum aðferðum að lækna margskonar mannamein, t. d. er aðstaðan gagnvart gigt- inni miklu jákvæðari en hér gerist og virtist mér árangur eftir því betri.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.