Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 32
28 HEILSUVERND Gulróta-blómkálssalat: Gulræturnar eru rifnar smátt; blómkálið skorið. Sósa: 5 mat- skeiðar matarolía, 4 matsk. vatn, 1 af púðursykri og safi úr hálfri sítrónu, allt þeytt vel saman. Grænurn salatblöðum er raðað á fat og gulrótasalatið blandað sósunni, borið fram á þeim. Grænt salat í skyrsósu: Salathöfuðin tekin í sundur og þvegin vel undir rennandi vatni og látið síga af þeim. Fallegustu blöðunum er hringraðað á fat, hin skorin í strimla og sett á fatið. Yfir salatið má strá brytjuðum appelsínum, brytjuðum tómötum, rifnum gulrótum eða bláberjum. Skyr hrært þunnt með vatni og púðursykri. Gott er að blanda þeyttum rjóma saman við. Skyrsósunni hellt yfir salatið. Kartöflubúðingur: Eldfast fat eða bökunarmót er smurt og stráð klíði eða brauð- rúst. Kartöfiurnar burstaðar vel undir rennandi köldu vatni, lauk- urinn afhýddur. — Kartöflurnar og laukurinn skorinn í sneiðar og lagt í lögum í mótið, þannig að kartöflurnar séu efst og neðst. Smjörbitar settir hér og livar yfir kartöflurnar og mótið sett í ofninn 250 stiga heitan. Jafningur búinn til úr: V2 liter mjólk eða grænmetissoði, 100 gr. heilhveiti. Suðan látin koma upp, tekin af og látin hitna dálitið. Þá er 2 eggjum hrært út i, og jafningnum hellt yfir kartöflurnar í mót- inu, klíði stráð yfir og bakað í 20 mín.—Vi tíma. Borðaður með 'hrærðu smjöri og hráum grænmetissalötum. Hrært seljurótarsmjör: 100 gr. smjörlíki, safi úr hálfri sítrónu, söxuð seljurótarblöð. Smjörlíkið hrært lint í skál og safanum hrært smátt og smátt upp í það. Síðast er söxuðum seljurótarblöðum eða öðru grænu, s. s. graslauk, grænkáli eða steinselju blandað saman við. Sett í topp á disk. Skreytt með grænu og sítrónusneið. Ostur í blómkálsbúðingi (Ostaréttir nr. 14): 100 gr. rifinn ostur, 100 gr. smjörlíki, 4 dl. mjólk eða græn- metissoð, Vítamon jurtakraftur. — 2 blómkálshöfuð eða hvít- kál, 100 gr. heilhveiti, 2—4 egg. Blómkálið er soðið í 2—3 minútur, tekið i hríslur og raðað í smurt mót. Búinn til jafningur. — Smjörið hrært lint í skál, heil- •hveitinu þar upp í, sett út í pottinn þegar sýður. Jafningurinn látnin kólna dálitið, eggjarauðunum hrært saman við, rifnum

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.