Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 24
HEILSUVERND
Þrautseigja
Skortur á þrautseigju er orsök margra mistaka í lífinu.
Menn byrja verk, sem þeir álíta að færi þeim auð og vel-
gengni. I upphafi hafa þeir vakandi áhuga, en svo verða
þeir fyrir andstreymi. Allir, sem vilja koma einhverju
verulegu í verk hljóta að verða fyrir því. En þeir menn,
sem skortir þrautseigju verða daufir og kjarklausir og
hugsa með sjálfum sér: „Til hvers er ég nú að þessu?“
og svo gefast þeir upp, e. t. v. einmitt á þeirri stundu, sem
ofurlítil þrautseigja mundi færa þeim sigur. Þeir láta
huga sínum eftir að ráfa aðrar brautir einmitt, þegar á
ríður að halda honum að efninu. Þeir byrja á öðru verki
og síðan því þriðja. Svona er farið að því að sóa kröftum
sínum. Þrautseigjulaust nær enginn takmarkinu. Þraut-
seigja byggist á viljaþrótti og hann aftur á manndómi.
Ekkert lánast vel ef þrautseigju vantar.
Nú mundu margir segja: ,,Jú, þetta er sjálfsagt rétt,
en það er hægara sagt en gert.“ Þarna kom það. öll verk,
sem einhvers eru verð kosta erfiði. Hver segir að lífið
eigi að vera leikur? Er nokkur afsökun fyrir því, að góðar
gáfur beri engan ávöxt? Okkur er ekki ætlað að grafa
pund okkar í jörð.
Mikill fjöldi manna lifir að vísu auðveldu lífi og fá alla
hluti upp í hendurnar. En hvers virði er það? Hvað gefa
þeir heiminum? Veltið þessu fyrir ykkur.
Hvern metið þið mest meðal þeirra, sem lifað hafa? Ef
til vill nefnið þið mann, sem var höfundur nýrrar trúar.
Átti hann auðvelda ævi? Trúlega nefnið þið líka aðra, sem
stóðu upp úr í listum, vísindum og mannúðarmálum, og
lögðu sinn skerf til fegurra og betra mannlífs. Lifðu
Michelangelo, Shakespeare og Florence Nightingale auð-