Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 23
HEILSUVERND
19
með ærnum tilkostnaði, dugnaði og fórnfýsi, en ekkert virðist
hrökkva til, svo brýn er þörfin orðin.
Þeir, sem komnir eru til vits og <ára skynja sjálfir, hvað þeim
ber að gera, þegar örðugleikar lífsins eru farnir að þjarma svo
að þeim að starfsþrekið er farið að lamast til muna. Flestir leita
sér þá lækninga, sem nú er orðið mun auðveldara en áður var.
Þeir, sem taka þessu með skynsemi og stillingu, eru móttækilegri
fyrir þann mikla sannleika, að bati býr að allmklu leyti í þeim
sjálfum. Trú manna, heilbrigð skynsemi, viljakraftur, jafnaðar-
geð, ásamt mörgum fleiri góðum eigindum sálarinnar geta verk-
að á þreyttan og þjáðan iikama eins og styrkjandi og græðandi
lyf. Þessara andlegu lyfja þarfnast mannveran allt frá fæðingu,
og má aldrei láta af að bergja á þeim allt sitt æviskeið.
Það verður að leggja grundvöllinn að trú og siðgæði barnsins
á hvitvoðungsaldri, jafnhliða líkamlegri vellíðan þess og þroska.
Ef þetta mistekst, verður afleiðingin alvarleg, en heppnist það,
verður ávöxturinn: kærleikur, gleði, friður, langlundargeð, góð-
lyndi, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi. Með þvi einu
að ávinna sér sem mest af þessum andlegu náðarlyfjum og vera
stöðugur í notkun þeirra, geta menn varðveitt heilbrigða sál í
hraustum líkama, hvað sem á gengur.
Hvaðan kom lítilli stúlku það andlega jafnvægi, sem hún sýndi
í því að reiðast ekki, hvernig sem hún var egnd? Hún var ekki
annað en lítið barn, sem vissi ekki neitt um það„ hvað liún vann
stóran sigur. Stöðug aðgát á framkomu sinni, krefur mikla sjálfs-
afneitun, harði innri baráttu og ástundun þess að taka alltaf fyrst
og fremst tillit til annarra, áður en þeir svara fyrir sig eða gera
nokkuð annað sér til varnar. En menn taka lieldur ekki steininn
í staðinn. Það sparar iðkendum sínum alian þennan taugaæsing
út af einskisverðum, óteljandi smámunum, sem ekki er ómaksins
vert að láta raska rósemi sinni. Það styrkir bæði likama og sál,
að temja sér jafnvægi i skapsmunum, þroskar manngildið og
veitir sálinni frið og öryggi. Það vinnur á móti allri veiklun —
og verður að síðustu annað eðli þeirra, sem aldrei siaka á klónni
við sig og láta engan koma sér til neins, sem þeir vita, að ekki
á að vera, hversu lævíslega sem að er farið. Að sigrast á sjálfum
sér er vissulega meira en að vinna óvígan her i styrjöld, ofar
allri annarri keppni og metum. Og mörgum hefur tekizt það
með Guðs hjálp, sem er máttug í sérhverjum góðum ásetningi.