Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 16
HEILSUVERND
Nýbygging við heilsuhælið.
Myndin hér að ofan sýnir nýbyggingu við Heilsuhælið
í Hveragerði með herbergjum fyrir 16 vistmenn, sjúkra-
leikfimissal og snyrtiherbergjum. Til vinstri á myndinni er
grunnur baðdeildarinnar. Byrjað var á byggingu þessari
s.l. haust. Vegna rekstrarafkomu hælisins er nauðsynlegt
að ljúka þessum framkvæmdum fyrir næsta sumar. Fé-
lagið flytur öllum þeim innilegar þakkir, sem veitt hafa
fjárhagslega aðstoð við byggingu þessa, bæði með gjöf-
um og kaupum á skuldabréfum félagsins. Enn vantar þó
allmikið fé svo hægt verði að ljúka þessum framkvæmd-
um fyrir næsta sumar.
Með góðvilja, skilningi og samtökum félagsmanna og
annarra velunnara félagsins ætti að vera auðvelt að afla
þess fjár, sem vantar. 1 því sambandi má geta þess að enn
er mikið óselt af skuldabréfum félagsins. Bréfin eru vel
tryggð, gefa 7% ársvexti og greiðast upp á 15 árum. Þau
fást í skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 11, N.L.F. búð-
inni Týsgötu 8, og i Hafnarfirði hjá Gunnlaugi Stefánssyni.
Félagsmenn munið að við biðjum að þessu sinni ekki
um gjafir heldur lán með hæstu bankavöxtum. Hjálpið
oss til að koma þessum áfanga upp fyrir næsta sumar.
Leggið stein í grunninn, kaupið skuldabréf félagsins.
Styrkið gott málefni. S t j ó r n i n .