Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 12
8 HEILSUVERND Lítill leirbakstur. Fólk það, sem dvaldist á stofnunum þeim, er nú hafa verið nefndar, var allt sjúklingar í orðsins fyllsta skilningi. Aftur á móti eru margir þeirra, er á aðra baðstaði fara, fyrst og fremst að ieita sér hressingar og hvíldar í skemmtilegu og fögru umhverfi. Slíkir baðstaðir eru oft geysistórir og baðgestir, sem skipta hundruðum og jafnvel. þúsundum, búa í gistihúsum og herbergjum í ná- munda við baðstaðinn. Algengustu baðlækningaaðferðirn- ar eru vatnsböð af ýmsu tagi, leðjuböð og leirbakstrar. Auk þess eru notaðar ýmsar tegundir baða, sem fremur eru til hressingar en lækninga, svo sem finnsk böð og rómversk, vatnsgufuböð og sundlaugar. Nuddlækningar og sjúkraleikfimi eru mikið notuð í sambandi við böðin. Vatnsböðin eru höfð með ýmsu móti, köld, volg eða heit. Oft er notað vatn úr lindunum, sem látið er halda sérein- kennum sínum. Kolsýra í vatni hefur þau áhrif að yfir- borðsæðar húðarinnar þenjast og blóðrásin eykst. Ár- angur slíkrar meðferðar hefur einkum verið góður hjá sjúklingum með háan blóðþrýsting. Saltvatn það sem

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.