Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 28
HEILSUVERND Frá N. L. F. A. Náttúrulækningafélag Akureyrar efndi til kynningar- kvölds að Hótel KEA og bauð þangað blaðamönnum og fleiri gestum. Formaður félagsins, Jón Kristjánsson, ávarpaði við- stadda og kynnti þeim stefnu og störf náttúrulækningafé- laganna. Minntist hann sérstaklega brautryðjanda náttúru- lækninganna hér á landi, hins háaldraða og síunga manns, Jónasar Kristjánssonar læknis, er haft hefir forgöngu um stofnun margra.deilda Náttúrulækningafélags Islands víðs,- vegar um land, jafnvel úti um sveitir, baráttu hans fyrir heilsuhæli félagsins í Hveragerði, leirbaðalækningum hans og öðrum hugðarefnum í þágu mannlegrar hreysti. Kvað formaður Akureyrardeildinni hugleikið að koma upp mat- reiðslunámskeiðum í anda náttúrulækninganna, en svo fáar konur gæfu sig fram til þátttöku í þeim, að félagið risi vart undir þeim kostnaði. Kornmyllan mikið notuð. Gjaldkeri félagsins, Páll Sigurgeirsson, skýrði frá því, að í kornmyllu félagsins væri malað mikið af korni, þ. e. hveitikorni, rúgkorni og bankabyggi. Hann kvað félagið stefna að því eins og önnur samskonar félög, að Islend- ingar flyttu allt korn sitt inn heil-t og möluðu það sjálfir jafnóðum og nota þyrfti, og mundi það eitt stórbæta mata- ræði þjóðarinnar. Tóku nokkrir fleiri til máls og mjög í sama streng. Brauðgerð Kristjáns Jónssonar & Co. bakar nú brauð (Kraftbrauð) úr nýmöluðu korni frá myllu N.L.F.A., og þykja þau mjög góð. Bornar voru fram veitingar, te, mjólk og margvíslegar brauðtegundir, sem félagskonur höfðu bakað. Var margt af því hið mesta lostæti, þótt hvíta hveitið fyrirfyndist ekki í þeim né hvítur sykur.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.