Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 34

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 34
30 HEILSUVERND i mikilli fitu. Borinn með laukur, soðinn i fitu, en ekki brúnaður, og allskonar soðið og steikt grænmeti. Bygggrjón i smjöri eru góð með buffinu. Bygggrjón í smjöri: Byggið er lagt i bleyti í sólarhring, soðið i 10 mín., sinátt brytj- aðar gulrætur soðnar með og gulrófur, ef vill. Soðinu hellt af og smjör sett á grjónin, látin liitna vel í smjörinu. Kryddað með vítamon. Góð með alls konar heitum réttum. Linsu-grænkálsjaf ningur: 200 gr. linsur iagðar i bleyti í Vi klukkustund og soðnar i lVz mínútu (soðnar í 20 mín., séu þær ckki lagðar í bleyti). 3 dl. af mjólk hellt saman við og þykkt með smjörbollu, þ. e. jöfnum 'hlutföllum af heilhveiti og smjörlíki hrærðu saman og sett út i á sleifinni, þegar sýður. — Þegar jafningurinn er orðinn jafn, er hann kryddaður með vitamon og söxuðu grænkáli blandað saman við, látin koma upp suðan. Borinn fram sem sjálfstæður réttur með harðsoðnum eggjum, tómötum, gúrkum og ristuðu brauði. Soyabaunir í tómatsósu: Soyabaunirnar lagðar í bleyti i 1 sólarhring, soðnar i 20 min. Mjólk blandað saman við soðið, búinn til jafningur með smjör- bollu og kryddaður með tómatkrafti eða nýjum brytjuðum tómötum og vítamon. — Borið fram á kvöldborð með brauði og soðnu grænmeti. Einnig gott með soðnum fiski. Hvítar baunir í eggjajafningi: Baunirnar lagðar í bleyti i einn sólarhring, Vt úr pakka, soðnar i 20 mín. og soðinu hellt af. 2 egg þeytt og 7 matsk. af mjólk eða rjómablandi blandað saman við. Örlítið smjör sett á baunirnar og eggjajafningnum hellt á þær, hrært í, svo að ekki brenni við botninn, þar til eggin eru alveg hlaupin. — Kryddað með vítamon. Eins má setja vítamonið i vatnið, sem baunirnar eru soðnar i .— Gott með atls konar heitum réttum. Itauðar baunir í smjöri: Baunirnar lagðar í bleyti, soðnar 20—30 mín. Soðinu hellt af og smjör sett á þær. Góðar með steiktum fiski og kjöti, eins með ýmsum grænmetisréttum. Steikt grænmeti í ostsósu: Alls konar grænmeti, s. s. kartöflur, rófur, gulrætur, hvítkál og

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.