Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 17
HEILSUVERND Öfundsýki og ráð við henni (Lauslega þýtt úr Ensku). Veiztu hver munúr er á ríkum manni og fátækum? Fá- tæki maðurinn álítur, að auðlegð færi mönnum hamingju. Hinn ríki veit, að svo er ekki. Ef við vissum, hve litla hamingju miklar eignir gefa eigendum þeirra, væri öfund- sýki fátíð í heiminum. öfundsjúkur maður er ekki aðeins þjáður af eigin óláni, heldur einnig af því láni, sem öðrum mætir. Það er öruggt öfundarmerki, ef þú finnur til ofur- lítils sársauka, þegar nábúa þinum vegnar vel. Ef þú gleðst yfir óförum hans, ertu illa sýktur. Öfund vinnur að- eins tjón. Einu sinni var drengur, sem horfði oft á kastala, sem stóð á hæð nokkurri ofan við litla kofann, þar sem hann átti heima. Honum virtust gluggarnir vera úr gulli og hann óskaði þess með sjálfum sér, að gullgluggar væru í húsi hans líka. Dag einn gekk hann upp hæðina, þar sem kastalinn stóð. Sá hann þá, að gluggarnir, sem valdið höfðu öfundsýki í hjarta hans, voru alls ekki úr gulli, heldur aðeins venjulegt gler. Hann varð fyrir miklum von- brigðum og sneri aftur heimleiðis. — Þegar hann gekk niður hæðina, sá hann gluggana í litla kofanum glóa eins og gull í sólskininu. Hann hafði aldrei áður komizt nógu langt að heiman til að veita þessu athygli. Eftir það vöktu gullnir gluggar aldrei öfund hans. Hver veit nema gluggarnir í húsi þínu ljómi sem glóandi gull? Ekki er sama hvaðan séð er. Fyrir löngu heyrði ég gamlan mann segja: „Aðeins einu sinni varð mér á að kvarta. Ég var berfættur og átti ekki peninga fyrir skóm; en ég mætti manni sem misst hafði báða fætur sína. — Síðan hefi ég unað glaður við mitt.“ <o>

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.