Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.04.1957, Blaðsíða 19
HEILSUVERND 15 Hreyfingaleysi veldur hægri blóðrás og ófullkominni öndun. Það veldur og því, að menn þurfa minna að bíta og brenna. Margir kæra sig kollótta og borða meira en þeir brenna. Fyrirbrigðið nefnist ofát og er harla algengt. Næringarefni berast með blóðstraumnum, en líkaminn hefur ekki við að vinna úr þeim, því að vöðvarnir veita lítinn liðstyrk. Fita sezt fyrir, undir húð, í æðaveggi og víðar. Áhrifin eru stundum auðsæ. Aliir hafa séð fólk, sem þjáist af offitu. Feitlagni er mismunandi mikil, en óhætt er að treysta, að enginn fitnar af því, sem hann lætur ekki ofan í sig. Stundum sezt fitan fyrir þar, sem áhrifin eru ekki eins augljós. Hún safnast fyrir í æðaveggjum og getur valdið þrengslum og stíflun, þegar frá líður. Það er þessi fita og kalk, sem að henni hleðst, sem er undirrót hins illræmda sjúkdóms í kransæðum hjartans, er áður var á minnst. Sá sjúkdómur sækir einkum á karlmenn. Virðist svo sem kynhormón ráði þar mestu um. Lítill vafi virðist á, að sjúkdóma þá, sem nú hafa verið nefndir, mætti fyrirbyggja með hæfilegri hreyfingu á degi hverjum ásamt hófsemi í mataræði. Innivera og of lítil hreyfing valda oft þreytu, sleni og höfuðverk. Hreyfing sú, sem húsmæður hafa, nægir að jafnaði ekki til.að girða fyrir þetta. Skrifstofufólk er jafn- vel enn ver sett. Við þessu duga hvorki bætiefni né höfuðverkjatöfiur. Jafnvel heimsins hollasta fæði hrykki ekki til. Ráðið er aðeins eitt og það er alveg rökrétt. Nægileg hreyfing í hreinu lofti. Þegar loginn á lífskerti okkar fer að ósa, verðum við að taka af skarið.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.