Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 6
HEILSUVERND Sigurjón Danivalsson Fyrir nærfellt hálfri öld síðan var lítill drengur einn á ferð milli bæja norður í Laxárdal í Húnavatnssýslu. Á þeim árum var börnum einatt ætlað meira en nú gerist. Veður var þungbúið og jörð snævi þakin. I för með honum var tík smávaxin, sem drengurinn hafði mikið dálæti á. Skyndilega syrti í lofti og gerði hríð harða. Drengurinn hélt áfram í óveðrinu, því að hann var kjarkmikill og þrautgóður. Svo fór þó að lokum, að hann tapaði áttum og vissi ekki hvar hann fór. Þrekið þraut, og hann leið út- af í skafli. Förunautur hans, tíkin, sat þar yfir honum og ýlfraði ámátlega í sífellu og gegndi furðu, hve mikil hljóð gátu borizt frá svo litlu dýri. Þetta varð honum til lífs, því að leitarmenn, sem farnir voru að huga að drengnum gengu á hljóðið- Þannig atvikaðist það fyrir náð Guðs, að lítið grey var hlekkur í atvikakeðju, sem lá að stofnun heilsuhælis N.L.F.I. í Hveragerði. Drengur þessi var Sigurjón Danivalsson, og áttu slóðir hans eftir að liggja víða áður en saga hans væri öll í þess- um heimi. Sjö ára sat hann yfir ám frá Litla-Vatnsskarði, en þar bjó faðir hans á þeim árum, og tíu ára fór hann fótgangandi að Blönduósi til aðdrátta fyrir heimili sitt, en þar var fátækt mikil, — þótti varla tiltökumál á þeirri tíð. Sigurjón reyndist bæði greindur og kappsamur. Þegar hann var fermdur í heimasveit sinni hlaut hann bezta vitnisburðinn og varð með því sér og sínum til sóma. Eftir það fluttist hann að Sjávarborg við Sauðárkrók til Árna Daníelssonar. Þar kynntist hann fyrst starfi Jón- asar Kristjánssonar, sem þá var héraðslæknir, búsettur á Sauðárkróki. Jónas hafði þá þegar tekið ástfóstri við

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.