Heilsuvernd - 01.11.1958, Qupperneq 9
HEILSUVERND
71
reistu „Guðs hús á grýttri braut“, — heilsuhælið í Hvera-
gerði. Vinirnir Jónas Kristjánsson og Sigurjón Danivals-
son fóru fyrir og þeim bættust margir góðir liðsmenn. Er
sérstök ástæða til að minnast Ágústs Steingrímssonar,
húsameistara, sem lézt á þessu ári. Að kalla með tvær
hendur tómar var starfið hafið, og enn sannaðist, að vilj-
inn dregur hálft hlass. Hlýlegt og bjart reis hælið af
grunni og varð sannkölluð heilsulind. Margur, sem áður
brast trú á starfsemi félagsins, breytti afstöðu sinni. Tóm-
asarnir fengu eitthvað til að þreyfa á og trúðu.
Sigurjón virtist óþreytandi og vann nótt með degi. Hann
var borinn uppi af eldlegum áhuga, og engan grunaði, að
hann ætti svo skammt eftir ólifað. Svo kom reiðarslagið.
Á svipstundu hvarf hann héðan og við hin stóðum eftir
og spurðum: „Hvers vegna?“ Hver kann að svara? Hætt
er við, að svörin yrðu mörg og vafasamt, að þau væru
okkur ávinningur. Það er ekki það ,sem máli skiptir. Ævi-
skeið Sigurjóns Danivalssonar getur aftur á móti verið
okkur ábending um, hvað það er, sem við ættum að sjá
og muna- Það er að leita hins bezta í eðli okkar og reynast
því trú. Ef við gleymum því ekki, þarf engu að kvíða þó
að einn maður stígi yfir þröskuldinn.
Svona virðist ævi Sigurjóns frá ytra sjónarmiði. Gaman
væri að ganga nær og sjá manninn að baki atburða og
ævikjara. Oft reynast menn aðrir en þeir sýnast. Það, sem
vel er unnið fer ekki ávallt hátt. Sumir setja ekki stimpil
sinn á góðverkin, sem þeir vinna, sýnist litlu máli skipta hver
þau vinnur, ef þau aðeins eru unnin. Þannig var Sigurjón.
Mörg eru þau verk hans, sem hvergi verða bókuð nema
í bók lífsins, þeirri sem upp er lokið á degi dómsins. Oft
eru góðverkin svo persónulegs eðlis, að þeirra verður aldrei
getið á torgi mannlífsins þar sem kaupmenn auglýsa vöru
sína og menn dæma að ytra áliti, oft ranglega vegna þess
að hjörtu þeirra eru ekki hrein. Þeir, sem eiga næmleik
hjartans, hrópa ekki, heldur færa fram gjöf sína musteri
þagnarinnar. Sigurjón safnaði þeim verðmætum, sem