Heilsuvernd - 01.11.1958, Síða 20
82
HEILSUVERND
21/2 lítra af vatni og soðnar hægt í eina klukkustund. Við
þetta fara raunar C-fjörefnin að nokkru forgörðum, en
steinefnin verða eftir í soðinu, og það eru þau, sem hér er
verið að sækjast eftir. Þau eru lútargæf og hafa það hlut-
verk að ganga í samband við súr sölt, sem safnazt hafa
fyrir í líkamsvefjunum í stórum stíl, einkum í liðamótum.
Þegar lútarefnin bindast hinum súru úrgangsefnum, verða
þau uppleysanleg, svo að þau geta borizt út úr líkamanum.
Þá drekka sjúklingarnir gulrótasafa — hann verður að
vera alveg nýr — og hafrasoð, sem er búið til úr einum
bolla af skornum höfrum soðnum í einum lítra af vatni
í 6—7 mínútur, síðan hrært vel í með þeytara, síað og
blandað jafnmiklu af gulrótasafa. Þetta verða 5 til 6 decí-
lítrar, og er þess neytt þrisvar á dag, í morgunverð, há-
degisverð og kvöldverð. Þannig fær sjúklingurinn um 3
lítra af vökva á dag, 1 y2 lítra af kartöflusoði og annað eins
af blöndu af gulrótasafa og hafrasoði.
Með því að sjúklingar eru mjög mishraustir og þola auk
þess ekki allir svona mikla vökvun í byrjun, er nauðsynlegt,
að þeir séu undir eftirliti iæknis, meðan þessi drykkjar-
meðferð varir. En þeir mega alls ekki nota nein meðul,
hvorki deyfilyf né önnur lyf. Og þeir mega heldur ekki
borða neina fasta fæðu.
Þá eru notaðar stólpípur kvölds og morgna, heit sóda-
böð (i/2 kg af sóda í baðkerið), og köld steypiböð með var-
úð. Þá þarf sjúklingurinn, ef hann hefir fótavist, að ganga
úti daglega, og rúmliggjandi sjúklingar þurfa að liggja fyrir
opnum gluggum eftir föngum, vel klæddir, svo að öruggt
sé, að þeir ofkælist ekki. Þessi drykkjarmeðferð varir
venjulega 3 til 6 vikur, og síðan fer sjúklingurinn smátt og
smátt að nærast á aldinum, kornmat og hráu grænmeti.
Áframhald og varanleiki batans er algerlega undir því
komið, að sjúklingurinn haldi áfram hinum nýju lifnað-
arháttum. Annars má eiga það víst, að fljótt sæki í sama
horfið aftur.
(Þýtt úr sænsku).