Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 28
HEILSUVERND Samvaxnir tvíburar Ýmiskonar vanskapnaður er æði algengur, bæði á mönnum og dýrum, og á mismunandi háu stigi. Það er kunnugt og viðurkennt af læknavísindunum, að vanskapn- aður getur stafað af rangri næringu og efnaskorti móður- innar um meðgöngutímann. Hefir áður verið að því vikið hér í ritinu. Fyrir nokkru var í erlendum fréttum sagt frá barni, sem fæddist með tvö höfuð og fjóra handleggi. Mun þetta vera einskonar afbrigði af samvöxnum tvíbur- um, en um þá hefir fréttamönnum einnig orðði tíðrætt fyrir skemmstu. Fer hér á eftir útdráttur úr grein, sem birtist í franska tímaritinu „Vie et santé“ (Líf og heil- brigði) í nóvember 1953. Árið 1811 fæddust í Síam samvaxnir tvíburar, sem voru skírðir Chang og Eng Bunker (síðan eru samvaxnir tví- burar oft kallaðir síams-tvíburar). Foreldrar þeirra voru kínverskir. Þeir voru vaxnir saman á brjóstbeininu. Þeir döfnuðu og uxu eins og önnur börn og náðu fullorðinsaldri. Chang varð 155 cm á hæð og Eng 2 cm hærri. Á æsku- árum stunduðu þeir andarækt og undu sér vel. En árið 1829 sá amerískur skipstjóri þá, fékk þá með sér til Boston og hélt síðan sýningar á þeim við geysiaðsókn víðsvegar um Bandaríkin og í Englandi. Síðan héldu þeir aftur til Ameríku, sýndu sig í fjölleikahúsum og græddu stórfé. Að nokkrum tíma liðnum drógu þeir sig í hlé, settust að í Norður-Karólínu og tóku að stunda tóbaksrækt. Þar urðu þeir ástfangnir af sinni systurinni hvor, og þær hétu þeim eiginorði og giftust þeim árið 1843. Tvíþurarnir voru miklir mátar og báðir vel menntaðir. En því miður fór samkomulag eiginkvennanna fljótt út um þúfur. Tóku þeir þá það til bragðs, að þeir byggðu tvö hús, 5 km hvort frá

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.