Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 9

Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 9
HEILSUVERND 7 þrotinn að kröftum, var gott að hafa hann á meðal vor, og návist hans minnti alltaf á hugsjónamál lians og vort, heilsuræktarstefnuna, sem hann harðist allra manna ótrauðast fyrir liér á landi. En enginn má sköp- um renna, og gott er þreyttum og þjáðum að fá hvíld og meinabót. — Ég hafði stundum orð á því við Jónas, að segja mætti eitthvað svipað við hann og sagt er, að liinn rómverski keisari, sem barðist á móti kristin- dóminum, liafi sagt á banabeði: „Þú Iiefur sigrað, Gali- lei.“ — Hann liafði sigrað. Draumur lians um heilsu- hæli, er rekið væri á grundvelli náttúrulækningastefn- unnar, hafði rætzt, og sjálfur var hann eins og konung- ur í ríki sínu, hér á þessu heilsuræktarheimili, þar sem allir elskuðu hann og virtu. En hann hugsaði um þjóð- ina alla, og rannar mannkynið allt. Og oft fannst hon- um lítið miða áfram á vegi skynsamlegra lífshátta. En oft dáðist ég þó að því, hve umburðarlyndur hann var við óvini hins góða málstaðar, sem hann liafði tekið að sér, jafnmikill bardagamaður og hann var í eðli sínu. Kom þar til hógværð hans og skilningur á því, að hin jákvæða harátta yrði jafnan farsælust, þegar til lengd- ar lætur. Englendingar hafa spakmæli, er hljóðar svo á ensku máli: „A man convineed against his will is of the same opinion still." — Þar er að segja: Maður, sem þröngvað er til að sann- færast, gegn vilja sínum, heldur sinni gömlu skoðun. — Viljugan er livern bezt að kjósa, og menn verða að ganga sannleikanum á hönd af fúsum og frjálsum vilja — og að lokum munu allir sigraðir verða af ofurefli reynslunnar. Jónas hafði skilning á þessu. Hann var einnig andlega sinnaður maður, og ég er meðal annars hingað kominn til þess að þakka honum fyrir mikils verðan stuðning við málefni mikillar úrvalsstefnu i and- legum málum, sem mér er kær — Guðspekinnar. Hann

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.