Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 13

Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 13
HEILSUVERND 11 og starfa í nýjum líkama og taka upp baráttuna á nýju tilverusviði með nýjum vopnum og nýrri sjón yfir allar vígstöðvar. Því að Jónas var Karma-Yogi, eins og áður var sagt, maður athafna, og starf mun verða hlutskipti lians — hinum megin ekki síður en hérna megin. — Að síðustu vil ég ávarpa þig, horfni vinur, og endur- taka þakklæti mitt fyrir svo mörg ljós, sem þú tendr- aðir á vegum minum, og fyrir svo mörg blóm, sem þú barst mér í andlegum skilningi, á þinn yfirlætislausa og liljóða hátt. Ég vil þakka þér fyrir það, hve elsku- legur vinur þú varst, hve handtak þitt var hlýtt, og hve gott var að þiggja fjörefni uppörvunar og viðurkenn- ingar úr þínum læknishöndum. Blessuð sé minning þín og blessað sé allt, sem þú unnir og lifðir fyrir! Gretar Feils.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.