Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 6
Á SNYRTISTOFU Húðin er stærsta líffæri okkar og gegnir afskaplega mikilvægu hlutverki í heildarstarfsemi líkamans. Samt hættir okkur öllum til að líta á húðina sem líflaust hulstur sem hefur þann eina tilgang að hylja og vernda líffærin sem eru innifyrir. Þess vegna hættir okkur einnig til að vanrækja húðina og gleyma því að hún þarfnast umönnunar og góðs viðhalds. EFTIR GUÐRÚNU HJARTARDÓTTUR Hvað fer fram á snyrtistofu? Hverjir koma þangað og hvers vegna? Við fengum Guðrúnu Möller til þess að fara í heimsókn og fylgdumst grannt með öllu sem fram för. Á snyrtistofu er allt kapp lagt á að taka meðferð húðarinnar föstum tökum. Þangað koma viðskiptavinir til að láta hreinsa húð sína og fá bót á bólum og hrukkum. í leiðinni fá þeir svo góð ráð varðandi daglega umönnun þessa mikilvæga líffæris. Við leituðum til Maríu Dalberg hjá snyrtistofunni Maju í Bánkastræti í Reykjavík til að fá upplýsingar um hvernig snyrtistofa getur hjálpað okkur að hugsa betur um húðina. María hefur starfrækt stofu sína í yfir 25 ár en dóttir Maríu, Ingibjörg Dalberg, sér nú um daglegan rekstur snyrtistofunnar. HVERJIR ERU VIÐSKIPTAVINIRNIR? Konur á miðjum aldri og unglingar eru stærstu viðskipta- hópar snyrtistofanna en að sjálfsögðu leitar þangað fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. En hvað fer fram á snyrtistofu? Unglingarnir leita helst til snyrti- stofunnar með bólur og fílapensla að sögn Maríu. Þá er byrjað á að setja viðkomandi í húðhreinsun þar sem bólur eru hreinsaðar, ráðleggingar gefnar varðandi daglega umhirðu húðarinnar ásamt upplýsingum um hvaða 6

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.