Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 8
jj». Astandi húðarinnar
verður
aidrei leynt með farða. Við
komumst alltaf að sömu
niðurstöðu ..."
hefur tæknin haldið
innreið sína. Margar
snyrtistofur bjóða nú
upp á rafmagnsnudd
þar sem vöðvar eru
örvaðir með rafbylgjum.
Slík meðferð hefur
stundum verið nefnd
„mini face-lift" sem
þýða mætti smávægileg
andlitslyfting. Aðspurð
Telur hún geta verið
hættulegt að nota
rafbylgjurnar á unga,
heilbrigða húð og vöðva
því að þarna sé verið að
grípa fram í fyrir
náttúrulegri virkni
þeirra. „Húðin og
vöðvarnir eiga að vinna
sjálf. Það er miklu
æskilegra að stunda
kvaðst María algjörlega
mótfallin slíkri meðferð.
Hún segist hafa aflað sér
upplýsinga um þetta og
telja varhugavert að nota
rafbylgjur í óhófi. Þessi
tækni er fyrst og fremst
notuð til að örva lamaða
vöðva og fá þá til að
starfa eðlilega á ný.
8
andlitsleikfimi til að örva
starfsemina", segir
María.
Tilgangurinn með
andlitsböðun er að
hreinsa húðina og örva
blóðstreymið. Byrjað er
á að hreinsa húðina vel
með olíu og
hreinsikremi. Þá eru
innrauðir geislar notaðir
í 5-10 mín. til þess að
örva blóðstreymi og
mýkja upp og hita
vöðva. Geislarnir fara
inn í vöðvana og gera þá
mun meðfærilegri fyrir
nuddið. Síðan er nuddað
með höndunum í 10-20
mín. eftir aldri en
skemmri tíma þarf fyrir
unga húð en eldri. Segir
María óæskilegt að
nuddað sé of lengi því
að þá geti maður farið
að grípa fram í fyrir
náttúrulegri starfsemi
húðar og vöðva.
Að nuddinu loknu er
settur hreinsimaski á
andlitið sem dregur út
óhreinindi er liggja djúpt
í húðinni. Hreinsimaski
er valinn með tilliti til
tegundar húðarinnar og
þarf hann að vera á
húðinni í 3-10 mín. Að
lokum er borið
viðeigandi dagkrem á
húðina.
HVAÐA KREM?
Það er vandasamt verk
og ábyrgðarhluti að
ráðleggja fólki hvaða
krem það á að nota. Þeir
sem eru með mjög
viðkvæma húð þurfa að
varast að vera stöðugt
að gera tilraunir og
reyna eitthvað nýtt.
Það hefur stundum verið
sagt að ekki skyldi
maður nota sama
vörumerki snyrtivara of
lengi því að við það geti
myndast ofnæmi. María
er alveg ósammála
þessu og segist sjálf
hafa notað sömu tegund
í fjölda ára. „Ég mæli
eindregið með því að
nota þá tegund er reynst
hefur vel", segir hún.
„Það er sölubrella að
segja að skipta þurfi um
tegundir".
Dagkrem eru notuð
daglega til að viðhalda
réttu rakastigi
húðarinnar, mýkt og
teygjanleika. En margir
átta sig ekki á að húð
okkar er mjög
mismunandi eftir
svæðum líkamans og
meira að segja á
svæðum í andliti.
Húðin í kringum augu er
t.a.m. aðeins 1/7 af þykkt
húðarinnar á hálsinum
og 1/5 af þykkt
húðarinnar annars
staðar í andlitinu. Því
þykir æskilegt sérstakt
augnkrem sem er
samsett með tilliti til
viðkvæmni svæðisins og
þess að það eru engir
fitukirtlar í húð
augnloka.
Það er líka hægt að fá
hálskrem sem margar
konur trassa að nota að
sögn Maríu og þar með
talin hún sjálf. Þá er
einnig hægt að fá krem
sem veita vörn gegn
frosti og vindum og
henta þau krem einnig
vel fyrir fólk sem
stundar sund því að þau
koma í veg fyrir að
húðin þorni of mikið og
springi.
AF HVERJU
ANDLITSMASKAR?
Maskar eru þær tegundir
krema kallaðar sem
bornar eru á húðina og
þurfa að liggja á henni í
nokkurn tíma til þess að
verka en eru síðan
fjarlægðar eftir ákveðinn
tíma.
Tilgangurinn með
notkun maska getur
verið á ýmsa vegu. Til
eru hreinsimaskar, raka-