Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 26

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 26
Margt bendir til að seyði af sumum íslenskum fléttutegundum kunni að vera gagnlegt sem sveppalyf. Fjölmörg dæmi eru um að heila- og mænusigg læknist þegar candida- sýkingu hefur verið útrýmt. Vitanlega tekur það þó nokkuð langan tíma þar til að fullur bati er fenginn. Líkt má segja um liðagigt og fleiri gigtarsjúkdóma. Oftast lagast þrálátur höfuðverkur, þ.á m. migren. nefna hitt um leið. Sumir álíta að candida-sveppir geti sest að í vöðvum eða á milli vöðva og valdið þar bólgum og verkjum. Höfundur hefur þó ekki séð neinar sannanir fyrir þessu og vill því ekki leggja neinn dóm á hvort verkir í vöðvum eða liðum, sem oft hrjá þá sem þjást af sveppasýkingu, stafa beint frá sveppunum eða vegna eitur- eða ofnæmisáhrifa tengdra þeim. LÆKNIIMG SVEPPASÝKINGAR Þegar greinarhöfundur skrifaði fyrst um þetta efni árið 1984, gaf hann lesendum nokkrar ráðleggingar til þess að útrýma sveppum úr meltingar- færum og hindra að þeir settust þar að á nýjan leik. Sennilega hefur þar heldur mikillar bjartsýni gætt með það hversu auðvelt þetta væri. Reynsla þeirra ára sem síðan eru liðin hefur sannfært greinarhöfund um að þetta er í sumum tilfellum alls ekki eins auðvelt og virst gæti við lestur þeirrar greinar. Lækning á sveppasýkingu þarf helst að gerast með þrennu móti: 1. Með mataræði sem tryggir að sveppir í meltingarfærum fái sem allra minnst af þeim efnum úr fæðunni sem þeir geta notfært sér til vaxtar og fjölgunar. Þessi efni eru aðallega einföld kolhydröt t.d. ýmiss konar sætindi og unnin sterkja. 2. Með því að gefa lyf sem drepa sveppina eða hindra fjölgun þeirra. 3. Með því að „gróðursetja" nýja, heilbrigða þarmaflóru, þegar sveppunum hefur verið útrýmt úr meltingarfærunum. Sé þess ekki gætt er hætta á að fljótlega sígi aftur á ógæfuhliðina og sveppir og óheppilegar bakteríur setjist að í meltingarfærunum á nýjan leik. Nokkur sveppadrepandi lyf fást út á lyfseðil í apótekum. Mest notaða lyfið er „nystatin", sem hér á landi er selt undir nafninu „mycostatin". Notaðar eru 2-8 500.000 ein. töflur. Lyfið drepur aðeins sveppi í meltingarfærum, en fer lítið út í blóðrásina. Nystatin er einnig til í vökvaformi til að nota útvortis og skola munn. Þá eru og til stílar til að setja í leggöng. Annað mikið notað sveppalyf er „ketokonazole", stundum nefnt „fungoral". Það fer út í blóðrásina og verkar því hvar sem er í líkamanum nema í miðtaugakerfi og það - sem furðulegra er - í meltingarfærunum. Það er stundum gefið samtímis og nystatin. Ketokonazole getur valdið lifrarskaða, sé það gefið lengi en alvarlegar aukaverkanir af nystatini eru ekki þekktar. Nokkur fleiri sveppalyf eru til, sem ekki verður rætt um hér. Nýlega kom t.d. á markaðinn nýtt sveppalyf, upprunnið í Danmörku. Að sögn er það mjög öflugt, en þar sem greinarhöfundur veit alls ekkert um það verður ekki frekar rætt um það að sinni. Mörg náttúruleg efni eru talin vinna gegn sveppum. í heilsufæðubúðum er t.d. seldur jurtaextrakt sem nefndur er „spilantes". Spilantes er talið mjög öflugt sveppalyf, bæði útvortis og í meltingarfærum. Það er upprunnið frá blökkumönnum í Afríku. Börkur af tré sem vex í Suður-Ameríku er einnig talinn öflugt sveppalyf auk þess að vera gagnlegur við mörgu öðru. Börkur þessi gengur undir ýmsum nöfnum, en hér á landi hefur hann verið nefndur „la pacho". Börkurinn er soðinn í marga klukkutíma og seyðið drukkið. Cayenne-pipar er talinn drepa bæði sveppi og fjölda sýkla sem valdið geta sýkingum í meltingarfærum og víðar. Líkt má segja um hvítlauk. Vísindalegar rannsóknir sanna að hrár hvítlaukur drepur candida-sveppi og ýmsar bakteríur. Þó þarf sennilega að neyta nokkuð mikils af honum ef hann er notaður sem sveppalyf. Flestir hvítlauksbelgir og aðrar hvítlauksafurðir eru þó að öllum líkindum gagnslitlar til að útrýma sveppum. Margt bendir til að seyði af sumum íslenskum fléttutegundum kunni að

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.