Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 31
EFTIR HRAFNHILDI S. OLAFSDÓTTUR
MATARHORNIÐ
I þessum þætti fjalla ég
um baunir. Til eru
margar tegundir af
baunum. Þær eru
mismunandi í útliti,
lögun og lit og efna-
innihald þeirra er einnig
mismunandi.
Af baunum eru það
trúlega sojabaunir sem
flestir kannast við. Þær
eru upprunnar í
Suðaustur-Asíu og
öldum saman hafa þær
verið aðaleggjahvítu-
gjafi margra Asíuþjóða.
Sojabaunir voru fyrst
fluttar til Englands og
Bandaríkjanna um
aldamótin 1800 og voru
þær þá notaðar til
skepnufóðurs og sem
hráefni í fjölmargar
iðnaðarvörur. Það er því
tiltölulega stutt síðan
Vesturlandaþjóðir
uppgötvuðu hina
óvenjulegu yfirburði
þeirra og kosti til mann-
eldis en nú eru þær
ásamt fjölmörgum
öðrum baunategundum
einnig ræktaðar á
Vesturlöndum.
Neysla bauna til mann-
eldis hefur aukist í
hinum vestræna heimi.
Þar kemur margt til,
aukin þekking og aukin
samskipti þjóða á milli
og áhugi á fjölbreytni í
matargerð.
Baunir eru hagkvæmar í
innkaupum, geymast
vel og þær eru fráþært
innlegg í heilsusamlegt
mataræði.
EFNAINNIHALD
Baunir eru auðugar af
lífsnauðsynlegum
næringarefnum svo
sem eggjahvítuefnum,
trefjaefnum, járni,
fosfór, kalíum og B-
vítamínum. Fita baun-
anna er óvenju auðug af
fjölómettuðum fitusýr-
um t.d. eru 62% af fitu
sojabaunanna fjöl-
ómettuð. Fjölómettuð
fita hefur æskileg áhrif á
líkamann sem m.a.
koma fram í lækkun
blóðkólesteróls og
minni hættu á æða-
kölkun. Baunir eru
trefjaefnaríkar en trefja-
efnin eru hinn ómeltan-
legi hluti kolvetna og
nauðsynlegur fyrir alla
eðlilega meltingar-
starfsemi.
Þið sjáið að baunir hafa
marga góða kosti sem
vert er að nýta sér og
auk þess sem áður er
talið eru þær lútargæf-
ar. En lútargæf fæða
stuðlar að jafnvægi
sýrustigs í líkamanum.
Fyrir þá sem hafa áhuga
á efnainnihaldi bauna
fylgir með kökurit til
glöggvunar og gamans
af nokkrum baunateg-
undum. Þar sjáið þið
mismunandi efnainni-
hald baunanna og hve
gott er að breyta um
fæðutegundir til að
stuðla að því að líkam-
inn fái það sem hann
þarfnast.
MATREIÐSLA
Baunir henta vel m.a. í
buff, búðinga, salöt og
súpur. Yfirleitt þarf að
undirþúa matreiðslu á
baunum með því að
leggja þær í þleyti í ca.
10 klst. Áður eru baun-
irnar hreinsaðar og
skolaðar vel úr köldu
vatni. Eftir skolun þarf 3-
4 dl af vatni fyrir hvern 1
dl af baunum. Áður en
baunirnar eru soðnar
skal hella vatninu af
sem baunirnar lágu í og
skola baunirnar aftur.
Það er gert vegna þess
að það myndast gerjun í
vatninu á meðan
baunirnar liggja í bleyti,
ef því vatni er fleygt
losna margir við upp-
þembu sem þeir fá við
neyslu bauna. Suðutími
bauna er mismunandi,
t.d. þurfa linsur ekki
nema 30 mín. suðu en
algengt er að sjóða
baunir í 60-90 mín.
Oftast er gefinn upp
suðutími á umbúðun-
um. Eins og áður sagði
er það vel þess virði að
prófa sig áfram með
matreiðslu á baunum
og læt ég fylgja hér með
nokkrar uppskriftir sem
ég vona að ykkur líki
við. Uppskriftirnar gilda
fyrir 4-6 manns.
Gangi ykkur vel!
Kveðja,
Hrafnhildur.
GRÆNAR BAUNIR LINSUR
15,00% 10'0%
HARIKOTBAUNIR Hlutfall efnainnihalds
11,00% nokkurra
baunatequnda:
13,00%
17,00%
31